48% starfsmanna arkitekta horfa fram á atvinnuleysi

Fulltrúar Arkitektafélags Íslands (AÍ) og Félags Arkitektastofanna (FSSA) fóru á fund forsætisráðherra þann 29. nóvember og afhentu honum ályktun félaganna varðandi atvinnuhorfur stéttarinnar og fyrirsjáanlegt hrun byggingaiðnaðarins.  Félögin lögðu áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld haldi uppi atvinnustigi við núverandi aðstæður.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá félögunum að í kjölfar neyðarlaga ríkisstjórnarinnar og falls viðskiptabankanna hafa flest verkefni stöðvast hjá arkitektum. Það hafi víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðvi undirbúning opinberra framkvæmda með  afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segi til um. FSSA hefur fylgst með þróuninni hjá aðildarfélögum sínum og er ljóst að 48% starfsmanna á stofum innan vébanda FSSA horfa nú fram á atvinnuleysi frá og með 1. febrúar næstkomandi

Ályktunin fylgir í heild hér á eftir:

 Ályktun aðalfundar Arkitektafélags Íslands 17. nóvember 2008

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands bendir á mikilvægi þess að leggja ekki niður undirbúningsvinnu að framtíðarverkefnum þótt tímabundin stöðnun verði vegna óvænts ástands í þjóðfélaginu. Vonir eru bundnar við að um tímabundið ástand sé að ræða og er því afar mikilvægt að verkefni séu tilbúin til framkvæmda þegar samfélagið fer að rétta við á ný.

 

Hrun verkefna

Í kjölfar neyðarlaga ríkisstjórnarinnar og falls viðskiptabankanna hafa flest verkefni stöðvast hjá arkitektum. Það hefur víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðva undirbúning opinberra framkvæmda með afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segja til um.

FSSA hefur fylgst með þróuninni hjá aðildafélögum sínum og er ljóst að 48% starfsmanna á stofum innan vébanda FSSA horfa nú fram á atvinnuleysi frá og með 1.febrúar næstkomandi.

Arkitektafyrirtækin hafa almennt verið skuldlítil eða skuldlaus en þau munu eiga í miklum erfiðleikum með að lifa af næstu mánuði.

Launakostnaður er um 70% af rekstrarkostnaði. Uppsagnartími starfsfólks er 3 mánuðir og þar við bætist uppsöfnuð orlofsréttindi að meðaltali 20 dagar sem jafngildir einum mánuði í viðbót.

Fyrirtækin sem stóðu frammi fyrir stöðvun verkefnaum miðjan október eru því með fastan kostnað í fjóran og hálfan mánuð en ekki verkefni til að selja út á móti. Það liggur því í hlutarins eðli að slagkraftur þessara fyrirtækja til að standa með sínu fólki á vormánuðum verður lítill sem enginn.

 

Gangsetning stöðvaðra verkefna.

Það er forgangsmál að gangsetja verkefni aftur án tafar sem teljast þjóðhagslega hagkvæm og mannaflsfrek. Bráðnauðsynlegt er að ríkið tryggi sveitafélögunum fjármagn þannig að þau geti staðið við áætlanir.Það er rétt að ítreka að fjöldi þeirra verkefna sem hér um ræðirkallar ekki á kostnaðarsamar byggingaframkvæmdir. Má þar nefna skipulagsverkefni, viðhaldsverkefni og húsakannanir. Hönnun er lítill hluti framkvæmdakostnaðar (rúm 10%) og vandaður og ígrundaður undirbúningur framkvæmda eykur gæði, skilvirkni í framkvæmd og er þjóðhagslega hagkvæmur. Hér er því vakin athygli stjórnvalda á mikilvægi þess að halda áfram undirbúningi framkvæmda og áætla hæfilegan tíma í undirbúning og hönnun. Verkefnin verða þá tilbúin til framkvæmda þegar efnahagslífið réttir úr kútnum og komið verður í veg fyrir langtíma fjöldaatvinnuleysi meðal annarra stétta í byggingargeiranum.

 

Nauðsyn aðgerða núna

Stjórnvöld verða að beita sér af fullum þunga til að halda verkefnum gangandi. Skoða þarf sérstaklega stöðu sveitarfélaga og möguleika þeirra til að viðhalda atvinnustigi. Það er krafa að stjórnvöld bregðist við því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi og gangsetji verkefni strax og komi í veg fyrir að þúsundir manna verði atvinnulausir og gangsetji þau verkefni sem hægt er. Mannauðurinn er mikilvægasta og dýrmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar. Stórfelldur landflótti mennta- og hæfileikafólks getur orðið stærsta og alvarlegasta afleiðing efnahagshrunsins.

 

Baráttukveðjur.

 

AÍ - Arkitektafélag Íslands

FSSA – Félag Arkitektastofa

 

Sigríður Magnúsdóttir formaður AÍ

Baldur Ó Svavarsson stjórn AÍ

Aðalsteinn Snorrason formaður FSSA

Halldór Eiríksson stjórn FSSA

Helga Benediktsdóttir stjórn FSSA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldglæringar í rafmangskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

Í gær, 12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

Í gær, 12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

Í gær, 11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Í gær, 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Í gær, 10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Í gær, 09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

Í gær, 08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

Í gær, 09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

Í gær, 08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

Í gær, 07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...