48% starfsmanna arkitekta horfa fram á atvinnuleysi

Fulltrúar Arkitektafélags Íslands (AÍ) og Félags Arkitektastofanna (FSSA) fóru á fund forsætisráðherra þann 29. nóvember og afhentu honum ályktun félaganna varðandi atvinnuhorfur stéttarinnar og fyrirsjáanlegt hrun byggingaiðnaðarins.  Félögin lögðu áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld haldi uppi atvinnustigi við núverandi aðstæður.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá félögunum að í kjölfar neyðarlaga ríkisstjórnarinnar og falls viðskiptabankanna hafa flest verkefni stöðvast hjá arkitektum. Það hafi víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðvi undirbúning opinberra framkvæmda með  afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segi til um. FSSA hefur fylgst með þróuninni hjá aðildarfélögum sínum og er ljóst að 48% starfsmanna á stofum innan vébanda FSSA horfa nú fram á atvinnuleysi frá og með 1. febrúar næstkomandi

Ályktunin fylgir í heild hér á eftir:

 Ályktun aðalfundar Arkitektafélags Íslands 17. nóvember 2008

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands bendir á mikilvægi þess að leggja ekki niður undirbúningsvinnu að framtíðarverkefnum þótt tímabundin stöðnun verði vegna óvænts ástands í þjóðfélaginu. Vonir eru bundnar við að um tímabundið ástand sé að ræða og er því afar mikilvægt að verkefni séu tilbúin til framkvæmda þegar samfélagið fer að rétta við á ný.

 

Hrun verkefna

Í kjölfar neyðarlaga ríkisstjórnarinnar og falls viðskiptabankanna hafa flest verkefni stöðvast hjá arkitektum. Það hefur víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðva undirbúning opinberra framkvæmda með afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segja til um.

FSSA hefur fylgst með þróuninni hjá aðildafélögum sínum og er ljóst að 48% starfsmanna á stofum innan vébanda FSSA horfa nú fram á atvinnuleysi frá og með 1.febrúar næstkomandi.

Arkitektafyrirtækin hafa almennt verið skuldlítil eða skuldlaus en þau munu eiga í miklum erfiðleikum með að lifa af næstu mánuði.

Launakostnaður er um 70% af rekstrarkostnaði. Uppsagnartími starfsfólks er 3 mánuðir og þar við bætist uppsöfnuð orlofsréttindi að meðaltali 20 dagar sem jafngildir einum mánuði í viðbót.

Fyrirtækin sem stóðu frammi fyrir stöðvun verkefnaum miðjan október eru því með fastan kostnað í fjóran og hálfan mánuð en ekki verkefni til að selja út á móti. Það liggur því í hlutarins eðli að slagkraftur þessara fyrirtækja til að standa með sínu fólki á vormánuðum verður lítill sem enginn.

 

Gangsetning stöðvaðra verkefna.

Það er forgangsmál að gangsetja verkefni aftur án tafar sem teljast þjóðhagslega hagkvæm og mannaflsfrek. Bráðnauðsynlegt er að ríkið tryggi sveitafélögunum fjármagn þannig að þau geti staðið við áætlanir.Það er rétt að ítreka að fjöldi þeirra verkefna sem hér um ræðirkallar ekki á kostnaðarsamar byggingaframkvæmdir. Má þar nefna skipulagsverkefni, viðhaldsverkefni og húsakannanir. Hönnun er lítill hluti framkvæmdakostnaðar (rúm 10%) og vandaður og ígrundaður undirbúningur framkvæmda eykur gæði, skilvirkni í framkvæmd og er þjóðhagslega hagkvæmur. Hér er því vakin athygli stjórnvalda á mikilvægi þess að halda áfram undirbúningi framkvæmda og áætla hæfilegan tíma í undirbúning og hönnun. Verkefnin verða þá tilbúin til framkvæmda þegar efnahagslífið réttir úr kútnum og komið verður í veg fyrir langtíma fjöldaatvinnuleysi meðal annarra stétta í byggingargeiranum.

 

Nauðsyn aðgerða núna

Stjórnvöld verða að beita sér af fullum þunga til að halda verkefnum gangandi. Skoða þarf sérstaklega stöðu sveitarfélaga og möguleika þeirra til að viðhalda atvinnustigi. Það er krafa að stjórnvöld bregðist við því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi og gangsetji verkefni strax og komi í veg fyrir að þúsundir manna verði atvinnulausir og gangsetji þau verkefni sem hægt er. Mannauðurinn er mikilvægasta og dýrmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar. Stórfelldur landflótti mennta- og hæfileikafólks getur orðið stærsta og alvarlegasta afleiðing efnahagshrunsins.

 

Baráttukveðjur.

 

AÍ - Arkitektafélag Íslands

FSSA – Félag Arkitektastofa

 

Sigríður Magnúsdóttir formaður AÍ

Baldur Ó Svavarsson stjórn AÍ

Aðalsteinn Snorrason formaður FSSA

Halldór Eiríksson stjórn FSSA

Helga Benediktsdóttir stjórn FSSA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lét höggin dynja á Birnu í aftursætinu

14:19 Ekki eru neinar vísbendingar um að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita Birnu Brjánsdóttur áverka. Hægt er að segja með nokkurri vissu að áverkar á líkama hennar hafi verið eftir hnefa, en ekki spörk eða olnboga. Meira »

Bryndís gefur ekki kost á sér í Mosfellsbæ

13:33 Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Alþingi síðastliðið haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis­flokkinn í Mosfellsbæ. Meira »

Bretar semja fyrst við Ísland

13:29 Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að Ísland verði á meðal þeirra ríkja sem fyrst verði samið við um tvíhliða loftferðasamning sem taki gildi þegar Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Hin ríkin sem samið verður við fyrst eru Sviss, Noregur, Bandaríkin og Kanada. Meira »

Segja MAST beita valdníðslu

13:22 Starfsmanni MAST sem fór í eftirlitsferð á mjólkurbúið Viðvík var meinaður aðgangur að fjósinu. Daginn eftir stöðvaði Matvælastofnun dreifingu mjólkur frá bænum. Bændurnir voru í útlöndum þegar heimsóknin var og börn þeirra sáu um búið á meðan. Bændurnir vildu vera viðstaddir og óskuðu eftir frestun. Meira »

Rúmlega helmingur frá Georgíu

13:03 Rúmur helmingur þeirra sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í júlí er frá Georgíu. Alls sóttu 123 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í mánuðinum. Búist er við að alls sæki 1.700 til 2.000 um alþjóðlega vernd á Íslandi í ár. Meira »

„Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti

12:47 Markaðsráð kindakjöts í Reykjavík hefur sótt um vernd til Matvælastofnunar fyrir afurðaheitið „íslenskt lambakjöt“. Auglýsir Matvælastofnun hér með andmælafrest vegna þessa til 23. október. Meira »

Útilokar að Nikolaj sé gerandi

12:12 „Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur. Meira »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

12:35 „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

„Það var haft rangt við“

12:10 „Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Meira »

Seinkun vegna tæknibilunar hjá Primera

11:54 Flugfélagið Primera Air hefur þurft að seinka flugi sínu frá Keflavíkurflugvelli til Trieste á Ítalíu. Upphaflega átti vélin að fara snemma í morgun en félagið ber fyrir sig tæknibilun. Meira »

Nokkrar tilraunir til fjárkúgunar

11:41 Vefveiðar og svikapóstar eru stærsti einstaki flokkur atvika sem skráð voru hjá netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS, á síðasta ári. Tilkynningar til netöryggissveitarinnar koma að mestu leyti erlendis frá, að því er fram kemur í ársskýrslu. Meira »

Magakveisa og mötuneyti lokað

11:08 Magakveisa hefur herjað á um helming starfsfólks Hörðuvallaskóla og hefur meðal annars þurft að aflýsa viðtölum í nokkrum bekkjardeildum í dag vegna þess. Samkvæmt tilmælum læknis skólans verður mötuneyti skólans lokað í dag og á morgun til að draga úr smithættu. Meira »

Blóð úr Birnu um allan bílinn

11:06 Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller og Ni­kolaj Olsen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, á sólskyggni og á hurð hans. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til sölu Ford Escape jeppi
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...