Stefán Eiríksson heiðraður

Stefán Eiríksson veitti viðurkenningunni viðtöku úr hendi Þórs Sigfússonar, forstjóra …
Stefán Eiríksson veitti viðurkenningunni viðtöku úr hendi Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár.

Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hlýtur Heiðursskjöld Sjóvár árið 2008. Heiðursskjöldurinn er veittur þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem þykja vinna framúrskarandi starf almenningi til heilla.

Fram kemur í tilkynningu að Stefán hafi sem lögreglustjóri komið með ferskleika, metnað og kraft í starf lögreglunnar. Hann hafi aukið mjög sýnileika lögreglunnar sem hafi ótvírætt gildi fyrir öryggi borgaranna og að sú áhersla hafi borið sýnilegan árangur.

Hann hafi einnig beitt sér fyrir auknu umferðaröryggi í sínu umdæmi, m.a. með frumkvæði að stofnun samstarfshóps um umferðaröryggi. Sú vinna eigi mikinn þátt í umtalsverðri fækkun umferðaslysa á höfuðborgarsvæðinu sl. ár.

Við afhendinguna sagðist Stefán taka við viðurkenningunni fyrir hönd lögreglu höfuðborgarsvæðins og væri þetta mikil hvatning fyrir þeirra starf.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert