Kreppan hefur áhrif á jólahald

Flestir ætla að halda látlausari jól í ár
Flestir ætla að halda látlausari jól í ár mbl.is/ÞÖK

Meirihluti Íslendinga telur að efnahagsástandið muni hafa áhrif á jólahald þeirra í ár, ef marka má niðurstöður Þjóðarpúls Gallups í desember. Tæp 69% telja líklegt að jólahald þeirra verði fyrir áhrifum, en aðeins 18% telja það ólíklegt.

Þegar spurt er með hvaða hætti jólahald verði með breyttu sniði segja flestir, eða 91% svarenda, að þeir geri ráð fyrir að kaupa ódýrari jólagjafir en áður. Þá sögðust 62% ekki ætla að kaupa ný föt fyrir jólin og rúm 61% sagðist ætla að eyða minna í jólaskreytingar en fyrri ár. Helmingur svarenda ætla að eyða minna í jólamatinn og 39% stefna á að kaupa færri jólagjafir vegna efnahagsástandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert