Áfram mótmælt á laugardag

Mótmælt á Austurvelli.
Mótmælt á Austurvelli. mbl.is/Júlíus

Rithöfundurinn Gerður Kristný og Jón Hreiðar Erlendsson munu ávarpa mótmælendur sem hyggjast mæta á Austurvöll nk. laugardag kl. 15. Undanfarnar vikur hafa þúsundir mótmælenda mætt á fundinn til að krefjast afsagnar stjórnvalda og kalla eftir kosningum.

Yfirskrift fundanna hefur verið „Breiðfylking gegn ástandinu“. Í tilkynningu frá Herði Torfasyni, skipuleggjanda mótmælanna, segir jafnframt að fundurinn hafi einnig það markmið að sameina þjóðina og skapa meðal hennar samstöðu og samkennd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert