Davíð ber fyrir sig bankaleynd

Davíð Oddsson kemur á fund viðskiptanefndar.
Davíð Oddsson kemur á fund viðskiptanefndar. mbl.is/Valdís Thor.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, ætlar ekki að skýra viðskiptanefnd Alþingis frá vitneskju sinni um hvað varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann á sínum tíma. Ber Davíð fyrir sig bankaleynd.

Davíð sagði á fundi Viðskiptaráðs nýlega, að hann byggi yfir upplýsingum um ástæður þess að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í viðskiptanefnd, sagði ekki líklegt að nefndin myndi aðhafast frekar í málinu.

Árni Páll staðfesti, að yfirlýsing Davíðs í viðtali við Fyens Stiftstidende, um að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin yrði honum vikið úr starfi seðlabankastjóra, hefðu komið til umræðu á fundinum.

Rætt verður við Davíð í sjónvarpi mbl innan skamms. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert