Fálkinn enn að á Húsavík

Fálkinn hefur sig til flugs eftir fyrirsætustörfin á ljósastaurnum.
Fálkinn hefur sig til flugs eftir fyrirsætustörfin á ljósastaurnum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fálkinn sem sagt var frá hér á fréttavef Morgunblaðsins í gær heldur áfram að veiða sér til matar í miðbæ Húsavíkur. Hann náði að læsa klónum í aðra önd við Búðarárgilið í morgun og virðist helst vilja endur á hádegisverð.

Þegar ljósmyndara bar að garði við Marabrautina sat fálkinn sem fyrr á ljósastaur. Annað hvort hefur hann verið ónáðaður við veisluborðið, sem var í snjóskafli, eða orðinn pakksaddur því ekki var hann búinn með bráðina.

Hann sat sem fastast á staurnum allt þangað til honum fannst nóg um athyglina sem hann fékk og tók flugið til vesturs út á Skjálfanda.

Bráðin lá ókláruð í snjóskafli í Búðarárgilinu.
Bráðin lá ókláruð í snjóskafli í Búðarárgilinu. mlb.is/Hafþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert