Sérstaklega beðið fyrir Alþingi

Herbert Guðmundsson flutti sérstakt bænagöngulag á Austurvelli.
Herbert Guðmundsson flutti sérstakt bænagöngulag á Austurvelli. HAG

Bænaganga var gengin frá Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti að Austurvelli í dag. Gangan hófst um kl. 12.00 og lauk um kl. 13.00. Áætlað er að um 700-800 manns hafi tekið þátt í göngunni og fór hún vel fram að sögn viðstaddra.

Fluttar voru bænir í upphafi göngunnar og einnig á Austurlandi. Biðjendurnir sneru sér að Alþingishúsinu og báðu sérstaklega fyrir Alþingi og ráðamönnum þjóðarinnar. Þá flutti Herbert Guðmundsson tónlistarmaður frumsamið bænagöngulag við góðar undirtektir.

Að göngunni stóðu einstaklingar úr ýmsum kirkjum og kristilegum trúfélögum og komu þeir sem leiddu bænirnar úr röðum leikmanna og þjónandi fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert