Heilagur Nikulás sótti Ísland heim

Heilagur Nikulási og astoðarmenn hans, Zwarte Pieten, heimsóttu í gær hollensk-íslenska krakka sem búsettir eru hér. Þann fimmta desember gefur heilagur Nikulás eða Sinterklaas, eins og hann er kallaður á hollensku, gjafir til hollenskra barna sem hafa hagað sér vel á árinu.

Í stað þess að fara heim til Spánar eftir að hafa heimsótt börn og afhent pakka í Hollandi, fór Sinterklaas beint tíl Íslands, þar sem hann og Zwarte Pieten komu í gær.

Hollensk-íslensku börnin voru að sögn ánægð með heimsókn þeirra og ekki síður með að fá gjafir frá honum.

Fullorðna fólkið var jafn ánægt, því að það er ekki á hverjum degi sem þessar hollensku goðsagnir leggja lykkju á leið sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert