Frumvarp um launalækkun ráðherra

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Fjármálaráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi un að kjararáð skuli fyrir lok þessa árs kveða upp úrskurð, sem feli í sér 5–15% launalækkun alþingismanna og ráðherra og gildi frá 1. janúar 2009.

Kjararáð hefur áður hafnað því að lækka laun ráðherra og alþingismanna á þeirri forsendi, að slíkt væri utan við þann lagaramma, sem ráðinu er settur.

Í frumvarpinu segir, að ráðinu sé óheimilt að endurskoða þennan úrskurð til hækkunar út árið 2009. Jafnframt skuli kjararáð svo fljótt sem auðið er endurskoða kjör annarra er undir það heyra, til samræmis, að teknu tilliti stjórnskipulegrar sérstöðu dómara.

Frumvarpið gildir ekki um forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert