Ræða við samtök um horfur í ríkisfjármálum

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/hag

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að stjórnvöld hefðu í dag rætt við samtök launþega og atvinnrekendur um horfur í ríkisfjármálum. 

Verið var að ræða utan dagskrár á þingin um samráð ríkisstjórnarinnar við launþegasamtökin að ósk Guðjóns A. Kristjánssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Geir sagði, að ríkisstjórnin legði áherslu á samráð við launþegasamtök og atvinnurekendur, væri afar mikilvægt um þessar mundir.  Þannig hefðu stjórnvöld haldið fund í dag með Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands og ráðgerðu fundi með fleiri samtökum stéttarfélaga til að ræða horfur í ríkisfjármálum.

„Við teljum mikilvægt að það sé gott og gjöfult samráð við þessi samtök öll, samráð sem getur skilað árangri, ekki síst núna á jafn óvissum tímum og nú ber vitni," sagði Geir.

Hann sagði að heita mætti, að fyrsta áfanga endurreisnarstarfsins vegna fjármálaáfallsins sé lokið. Í öðrum áfanga væri mikilvægt að fylgja eftir þeim þremur meginþáttum samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem snéru að endurreisn bankakerfisins, ríkisfjármálum og gengismálum.

„Það er vissulega ánægjulegt að sjá með hvaða hætti gjaldeyrismarkaðurinn  fer af stað eftir að krónunni var fleytt, eins og það er kallað, því hún hefur styrkst um 25% á fyrstu þremur viðskiptudögunum þótt hún hafi aðeins veikst í dag," sagði Geir.

Bætti hann við, að stjórnvöld geri sér vonir um að verðbólgan geti gengið hratt niður þegar krónan væri að ná viðspyrnu á gjaldeyrismarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert