Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist

 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að skilanefndir bankanna hafi ekki getað afhent skattrannsóknarstjóra gögn um útibú í Lúxemburg þar sem þær hafi ekki haft þau í höndunum. Dótturfélög falla undir lögsögu viðkomandi ríkja. Hann hefur óskað eftir því  við yfirvöld í Luxemburg að íslenskar rannsóknarnefndir vegna bankahrunsins fái aðgang að gögnum eins og kostur er. Hann segist hafa tekið fram í bréfinu að Íslendingar gætu ekki selt dótturfélögin eða eignir frá þeim nema það væri tryggt að aðgangur að þessum upplýsingum væri betri en núna.

Margir sem til þekkja segja löggjöf um bankaleynd afar stranga í Luxemburg og ólíklegt sé að yfirvöld muni skerast þarna í leikinn. Björgvin segir hinsvegar að sér finnist afar líklegt að þessi aðgangur verði veittur í ljósi þeirra gríðarlegui fjárhagslegu hagsmuna sem hangi á spýtunni fyrir stjórnvöld í Luxemburg. Það sé mikilvægt að Kaupþing þar fari ekki í gjaldþrot, þar séu gríðarlegar fjárhæðir undir, innistæðureikningar og aðrar kröfur sem gætu fallið á Lúxemburg og Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert