N1 lækkar eldsneytisverð og á yfir 7 þúsund vörutegundum

N1 hefur í dag lækkað útsöluverð á yfir 7000 vörutegundum vegna styrkingu krónunnar. Auk þess hefur N1 lækkað útsöluverð á eldsneyti og er það í sjötta skiptið á tíu dögum. Lítrinn af bensíni lækkar um 2 krónur og lítrinn af dísil um fjórar krónur. Algengasta verð á bensíni eftir lækkun er 134,80 krónur lítrinn og algengasta verð á dísilolíu er 159.50 krónur lítrinn.

Lækkanir nú ná til verkfæra, ljósapera í bíla, þurrkublaða, smurolíu, varahluta og fjölmargra annarra vöruflokka, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert