Tekjuskattur og útsvar hækka

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen gera grein fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar. mbl.is/RAX

Halli ríkissjóðs verður 165–170 milljarðar á næsta ári samkvæmt tillögum sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir fjárlaganefnd Alþingis. Er m.a. gert ráð fyrir að tekjuskattur hækki um 1 prósentu, úr 22,75% í 23,75% auk heimildar til hækkunar á útsvari.

Með hækkun tekjuskatts munu tekjur ríkissjóðs hækka um  7 milljarða króna frá því sem áður var áformað. Ennfremur mun ríkisstjórnin heimila hækkun útsvars sveitarfélaganna sem getur leitt til hækkunar tekna þeirra og kemur til móts við aukaframlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem að óbreyttu munu falla niður um næstu áramót.

Helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð en að auki verður m.a. frestað framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar, dregið úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest.

Tillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Þar kom fram að ljóst sé, að tekjur lækki mikið frá fyrri áætlunum og gjaldaliðir hækki vegna hækkandi verðlags og gengisfalls íslensku krónunnar. Að óbreyttu hafi stefnt í að halli ríkissjóðs á árinu 2009 gæti orðið um 215 milljarðar króna.

Ríkisstjórnin hefur einsett sér að grípa til ráðstafana til að tryggja að halli á ríkissjóði á árinu 2009 verði ekki meiri en 165-170 milljarðar króna. Segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, að í áætlunum ríkisstjórnarinnar sé gengið út frá því grundvallarviðmiði að sparnaður komi sem minnst niður á velferðarkerfinu, menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og löggæslu en þess í stað verði meiri áhersla lögð á hagræðingu í rekstri ráðuneyta og hefðbundinna stjórnsýslustofnana. Staðinn sé vörður um kjarabætur til millitekju- og láglaunahópa.

Hlutfallslega verður mesti samdráttur rekstargjalda í  utanríkisþjónustunni og hjá æðstu stjórn ríkisins en almennt er samdráttur í rekstri ráðuneyta á bilinu 5-7%. Gert er ráð fyrir að gjöld og samningar sem taka breytingum á milli ára samkvæmt verðlagi hækki í samræmi við þær áætlanir sem settar voru fram í fjárlagafrumvarpinu í byrjun október þar sem verðhækkanir ársins 2008 voru áætlaðar 11,5% en hækkun ársins 2009 var áætluð 5,7%. Er þetta nokkuð lægra en mælingar og spár gera ráð fyrir nú. Engu að síður mun lágmarksframfærslutrygging almannatrygginga hækka til jafns við hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2008 og spár ársins 2009 sem leiðir til tæplega 20% hækkunar um næstu áramót fyrir þá sem lægstar hafa bæturnar og 9,6% hækkun fyrir aðra bótaþega.

Fallið verður frá aukningu útgjalda til þróunaraðstoðar, mótframlagi í
endurhæfingarsjóð verður frestað, framlög til sókna verða lækkuð, fallið verður frá framlögum í rannsókna- og tækjasjóði og ýmsir styrkjaliðir verða lækkaðir.

Talsverður samdráttur verður í nýframkvæmdum á árinu 2009 frá því sem áður var áformað. Samtals mun lækkun framkvæmda nema um 11 milljörðum króna eða 21% af áætluðum kostaði við nýframkvæmdir ársins. Þrátt fyrir þessar breytingar munu framkvæmdir næsta árs nema ríflega 41  milljarði króna sem er svipuð upphæð og framkvæmt var fyrir á þessu ári Segir fjármálaráðuneytið, að þetta þýði að árið 2009 verði eitt mesta framkvæmdaár sögunnar með tilliti til fjárveitinga ríkisins. Með því vilji ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum við að halda uppi framkvæmdum og þar með skapa atvinnu þegar atvinnuleysi fari vaxandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...