Tekjuskattur og útsvar hækka

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen gera grein fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar. mbl.is/RAX

Halli ríkissjóðs verður 165–170 milljarðar á næsta ári samkvæmt tillögum sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir fjárlaganefnd Alþingis. Er m.a. gert ráð fyrir að tekjuskattur hækki um 1 prósentu, úr 22,75% í 23,75% auk heimildar til hækkunar á útsvari.

Með hækkun tekjuskatts munu tekjur ríkissjóðs hækka um  7 milljarða króna frá því sem áður var áformað. Ennfremur mun ríkisstjórnin heimila hækkun útsvars sveitarfélaganna sem getur leitt til hækkunar tekna þeirra og kemur til móts við aukaframlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem að óbreyttu munu falla niður um næstu áramót.

Helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð en að auki verður m.a. frestað framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar, dregið úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest.

Tillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Þar kom fram að ljóst sé, að tekjur lækki mikið frá fyrri áætlunum og gjaldaliðir hækki vegna hækkandi verðlags og gengisfalls íslensku krónunnar. Að óbreyttu hafi stefnt í að halli ríkissjóðs á árinu 2009 gæti orðið um 215 milljarðar króna.

Ríkisstjórnin hefur einsett sér að grípa til ráðstafana til að tryggja að halli á ríkissjóði á árinu 2009 verði ekki meiri en 165-170 milljarðar króna. Segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, að í áætlunum ríkisstjórnarinnar sé gengið út frá því grundvallarviðmiði að sparnaður komi sem minnst niður á velferðarkerfinu, menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og löggæslu en þess í stað verði meiri áhersla lögð á hagræðingu í rekstri ráðuneyta og hefðbundinna stjórnsýslustofnana. Staðinn sé vörður um kjarabætur til millitekju- og láglaunahópa.

Hlutfallslega verður mesti samdráttur rekstargjalda í  utanríkisþjónustunni og hjá æðstu stjórn ríkisins en almennt er samdráttur í rekstri ráðuneyta á bilinu 5-7%. Gert er ráð fyrir að gjöld og samningar sem taka breytingum á milli ára samkvæmt verðlagi hækki í samræmi við þær áætlanir sem settar voru fram í fjárlagafrumvarpinu í byrjun október þar sem verðhækkanir ársins 2008 voru áætlaðar 11,5% en hækkun ársins 2009 var áætluð 5,7%. Er þetta nokkuð lægra en mælingar og spár gera ráð fyrir nú. Engu að síður mun lágmarksframfærslutrygging almannatrygginga hækka til jafns við hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2008 og spár ársins 2009 sem leiðir til tæplega 20% hækkunar um næstu áramót fyrir þá sem lægstar hafa bæturnar og 9,6% hækkun fyrir aðra bótaþega.

Fallið verður frá aukningu útgjalda til þróunaraðstoðar, mótframlagi í
endurhæfingarsjóð verður frestað, framlög til sókna verða lækkuð, fallið verður frá framlögum í rannsókna- og tækjasjóði og ýmsir styrkjaliðir verða lækkaðir.

Talsverður samdráttur verður í nýframkvæmdum á árinu 2009 frá því sem áður var áformað. Samtals mun lækkun framkvæmda nema um 11 milljörðum króna eða 21% af áætluðum kostaði við nýframkvæmdir ársins. Þrátt fyrir þessar breytingar munu framkvæmdir næsta árs nema ríflega 41  milljarði króna sem er svipuð upphæð og framkvæmt var fyrir á þessu ári Segir fjármálaráðuneytið, að þetta þýði að árið 2009 verði eitt mesta framkvæmdaár sögunnar með tilliti til fjárveitinga ríkisins. Með því vilji ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum við að halda uppi framkvæmdum og þar með skapa atvinnu þegar atvinnuleysi fari vaxandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Átta fjölskyldur fengu styrk

21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vestfirska forlagið
Vestfirðingar til sjós og lands Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...