ASÍ segir hátekjuskatt lagðan á ellilífeyrisþega

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Alþýðusamband Íslands segir, að ríkisstjórninni hafi tekist að umbylta almannatryggingakerfinu á þann veg, að tekin hafi verið upp 100% jaðarskattur, eins konar ,,hátekjuskattur, á greiðslur lífeyrissjóðanna til elli- og örorkulífeyrisþega. 

Afleiðing þess fyrir lífeyriskerfið geti verið mjög alvarleg, því í reynd sé ríkissjóður að hirða þann lífeyri sem launafólk hafi safnað saman á löngum starfsferli.

ASÍ vísar til þess, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skerða hækkun allra bótaflokka almannatrygginga um 10% að lágmarkstekjuviðmiðun undanskilinni, eða úr 19,9% í 9,6%.  Þetta eigi, að sögn ráðherra, að spara ríkissjóði ríflega 4 milljarða króna á næsta ári.

ASÍ segir þetta þýða, að í stað þess að lágmarksbætur almannatrygginga hækki í tæplega 178 þúsund krónur á mánuði verða þær ríflega 163 þúsund krónur eða 15.500 krónum lægri á mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert