Getum ekki treyst á álið

Álversframkvæmdir við Helguvík.
Álversframkvæmdir við Helguvík. mbl.is/RAX

Áætlanir um endurreisn íslensks efnahags, sem byggja meðal annars á álframleiðslu, gætu tekið lengri tíma en áður var talið vegna mikillar lækkunar álverðs. Þetta kemur fram á fréttavef viðskiptavefsins Bloomberg og er meðal annars vitnað til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch.

Álverð hefur lækkað gríðarlega undanfarna fjóra til fimm mánuði eftir að það náði hámarki í júlí á þessu ári. Hæst fór staðgreiðsluverð í 3.400 dollara en það er nú 1.550. Það hækkaði lítillega í gær í fyrsta skipta í nokkurn tíma.

Í frétt Bloomberg kemur fram Ísland reiði sig á álframleiðslu að stórum hluta og að áliðnaður sé stærsta útflutningsgrein landsins. Í fréttinni segir einnig að álfyrirtæki sjá fram á töluverðan niðurskurð til þess að mæta mikilli niðursveiflu.

Umfjöllun Bloomberg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert