Hækkun olíu- og áfengisgjalds áfall

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skattahækkanir á atvinnulífið  mikið áfall fyrir ferðaþjónustuna og óþolandi þegar fyrir liggi að efla hana sérstaklega.

Hún segist hafa heyrt í eiganda rútufyrirtækis í morgun sem hafi reiknað með að þessu hækkun kostaði hann tíu milljónir á ári. Þetta sé ekki það sem men þurfi á að halda Þegar þeir séu að reyna að halda sjó við erfiðar aðstæður.

Erna segir að veitingahúsin séu önnur grunnstoð ferðaþjónustunnar sem fái einnig á sig auknar álögur með hækkuðu áfengisgjaldi. Hún segir að þessi fyrirtæki séu á mörkum þess að fara í gjaldþrot og svona hækkanir geti skilið á milli lífs og dauða hjá mörgum.

Í sama streng tekur Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og segir þetta þýða tíu til tuttugu milljóna aukaskatt á meðalstór fyrirtæki í landflutningum á ári. Það viti allir að þau fyrirtæki eigi í erfiðleikum fyrir.

Fyrir heimilin þýðir hækkun olíugjaldsins á fjórða tug þúsunda á ári sem heimilin þurfa að punga út aukalega. Þá virkar hækkunin inn í vísitöluna, hækkar vöruverð og húsnæðislán. Runólfur Ólafsson segir að olíufélögin hafi dregið lappirnar og ekki farið að lækka olíuverð vegna breytinga á heimsmarkaðsverði fyrrr en á allra síðustu viku. Núna sé ríkið búið að taka ávinningin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert