Óljóst hverju nefskattur skilar

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is

Frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á lögum um RÚV, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, mun hafa töluverð áhrif á rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. Í raun hafa áhrifin þegar komið fram með boðuðum uppsögnum og minnkandi þjónustu, þar sem m.a. innheimtudeildin leggst af.

Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og ákveðið hefur verið að hækka nefskattinn sem taka átti gildi á komandi ári. Afnotagjaldið leggst því af og 17.900 króna nefskattur verður lagður á hvern einstakling 18 til 70 ára, átti að vera 14.580 krónur, auk þess sem lögaðilar á borð við fyrirtæki og stofnanir munu greiða skattinn.

Mikil óvissa ríkir hins vegar um hve miklu nefskatturinn mun skila í ríkissjóð. Í greinargerð með frumvarpinu er gengið út frá því að 205 þúsund greiðendur verði að nefskattinum árið 2009 en jafnframt sleginn sá varnagli að vegna efnahagsástandsins geti sú tala verið ofáætluð. Einnig er óvíst að takist að innheimta meiri tekjur þótt gjaldendum fjölgi. Þá kemur fram í umsögn ríkisskattstjóra að nokkur þúsund lögaðilar séu ekki lengur með starfsemi og eigi engar eignir.

Áætlað er á fjárlögum þessa árs að afnotagjald RÚV skili 2.930 milljóna króna tekjum. Með 5% hækkun á afnotagjaldinu 1. ágúst sl. bættust við 60 milljónir króna þannig að tekjur ársins gætu orðið um þrír milljarðar.

Fram kemur í umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið að það geti aukið tekjur ríkissjóðs af RÚV um 705 til 1.055 milljónir króna, miðað við áætlun í fjárlagafrumvarpi næsta árs upp á 2.945 milljóna kr. tekjur af nefskattinum. Er þá annars vegar miðað við að nefskatturinn skili 3.650 milljónum í innheimtar tekjur og hins vegar að álagðar tekjur nemi um 4.000 milljónum króna.

Forráðamenn RÚV hafa komið þeim athugasemdum á framfæri við ráðuneyti menntamála og fjármála að nefskatturinn hefði þurft að vera ríflega 20 þúsund krónur ef aðeins er tekið mið af verðlagsþróun. Bendir RÚV á að ríkið hafi ekki staðið við verðtryggingu á afnotagjaldi samkvæmt gerðum þjónustusamningi frá 2007.

Menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær en það gæti átt eftir að taka breytingum í meðförum Alþingis.

Innlent »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...