Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokks hefst formlega

Geir H. Haarde, forsætisráðherra
Geir H. Haarde, forsætisráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins mun halda fund í dag klukkan 16 í Valhöll. Á fundinum mun Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, halda stutt ávarp og hleypa formlega af stokkunum starfi Evrópunefndarinnar og í kjölfarið munu þeir Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, og Árni Sigfússon, varaformaður, lýsa skipulagi nefndarstarfsins fram að landsfundi.

Aðildarfélög flokksins um land allt hafa boðað til funda í dag og næstu daga í tilefni af því að Evrópustarfinu er ýtt af stokkunum og munu þar fara rækilega yfir Evrópumálin og leita eftir sjónarmiðum úr sínum röðum.

Hægt verður að fylgjast með beinni lýsingu af fundinum hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert