Bílvelta á Kringlumýrarbraut

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sjúkrabíll og tækjabíll slökkviliðs voru kallaðir út að Kringlumýrarbraut á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur, rétt eftir klukkan tvö í nótt. Ökumaður hafði þar misst stjórn á bíl, sem hann ók í norðurátt. Bíllinn hafnaði út af veginum og valt, til móts við Lund, neðst í Fossvogsdalnum.

Í fyrstu var talið að beita þyrfti klippum til að ná fólki út úr bílnum, en svo reyndist ekki vera þegar á reyndi. Tveir voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl, en samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild reyndust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Fólkið fékk að fara heim strax í nótt, eftir læknisskoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert