Íslendingar stefna til Noregs

Norskir fjölmiðlar fjalla nú um helgina um væntanlega fólksflutninga Íslendinga.  Aftenposten segir m.a. að þriðji hver Íslendingur íhugi að flytja frá landinu og flestir þeirra horfi til Noregs.

Blaðið ræðir m.a. við Halldór Egil Kristjánsson, forstjóra Bortækni, sem er eð flytja með alla fjölskylduna og fyrirtækið til Óslóar. Einnig ræðir það við Sturlu Jónsson, bílstjóra og fleiri, sem hugsa sér til hreyfings. 

„Það er gott fólk í Noregi. Það er með sömu kímnigáfu og við. Það er ótrúlegt hversu vel börnin mín hafa tekið því vel að flytja þangað. Við höfum rætt við þau um skógana og skíðafærið. Og við hlökkum til að brenna eldivið í arninum," segir Halldór við blaðið.

Grein Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert