Í mínus en ekki í plús

Afkoma ríkissjóðs á árinu 2008 verður 4,7 milljarðar í mínus en í fjárlögum var gert ráð fyrir að tæpir fjörtíu milljarðar yrðu í afgang. Frumvarpi til fjáraukalaga fyrir yfirstandandi ár var dreift á Alþingi nú í morgun og kemur það til umræðu í þessari viku.

Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkisins 461 milljarður króna á árinu en í fjárlögunum, sem samþykkt voru fyrir ári, voru tekjurnar áætlaðar rúmum 12 milljörðum hærri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert