UJ vilja jafnaðarstjórn sem sækir um aðild að ESB

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna
Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna

 Ungir jafnaðarmenn telja ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt ef ekki komi til stefnubreytingar Sjálfstæðisflokks í Evrópumálum. Samfylkingin á ekki að sitja í ríkisstjórn sem stefnir ekki að aðildarviðræðum við ESB. Þetta kemur fram í ályktun frá UJ.
 
„Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að standa vörð um jöfnuð í íslensku samfélagi. Framundan er einstakt tækifæri til uppbyggingar samfélagsins þannig að jöfn tækifæri standi öllum til boða. Ungir jafnaðarmenn draga stórlega í efa að Sjálfstæðisflokkurinn sé fær um að taka þátt í þeirri uppbyggingu.
 
Ungir jafnaðarmenn ítreka skilyrðislausa kröfu um að farið verði í uppstokkun innan ríkisstjórnarinnar til að endurvekja traust á störfum hennar. Sama gildir um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og gagnsæi í öllum aðgerðum. Ungir jafnaðarmenn gera því ríka kröfu til ráðherra flokksins um að framfylgja því nú.
 
UJ minna að lokum á að forsendur stjórnarsáttmálans og kosninganna 2007 eru löngu brostnar. Lýðræðisleg krafa er að gengið verði til kosninga ekki seinna en í vor," að því er segir í ályktun frá UJ.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert