Bótafjárhæðin vonbrigði

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

„Þetta er svo sem í takt við það sem búast mátti við en engu að síður mikil vonbrigði,“ segir Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna. Ríkisstjórnin hefur í frumvarpi til fjáraukalaga, farið fram á 125 milljóna króna framlag til að greiða bætur vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn. Fyrst og fremst er um að ræða bætur til drengja sem vistaðir voru á Breiðavík um og eftir miðja síðustu öld.

Í frumvarpinu segir að fjárhæðin sé ætluð til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem hafa orðið fyrir varanlegu tjóni á vistheimilum fyrir börn og kostnað úrskurðarnefndar í þeim málum, enda liggi fyrir skýrsla frá svokallaðri Breiðavíkurnefnd um að óforsvaranlega hafi verið staði að málum  við vistun á stofnun eða heimili eða í rekstri þess.

Skilyrði bótagreiðslu er að umsækjandi hafi hlotið varanlegt tjón og leiði líkur að því að það sé vegna vistunar á stofnun eða heimili sem undir lög um Breiðavíkurnefndina fellur, illrar meðferðar eða ofbeldis afhendi starfsmanna þar eða annarra vistmanna. Sérstakri nefnd er ætlað að taka afstöðu til bótakrafna.

Innan við 100 manns eru í þeim hópi sem á bótarétt samkvæmt þessari skilgreiningu. Verst ku ástandið hafa verið á árunum 1952 til 1972. Á fjórða tug manna sem dvöldu á Breiðavík á þeim árum eru látnir. Samkvæmt drögum að frumvarpi sem samið var í forsætisráðuneytinu renna bótagreiðslur til aðstandenda þeirra sem dvöldu á Breiðavík og eiga bótarétt en eru látnir.

Bárður R. Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna segir það í raun það eina jákvæða sem er að finna í frumvarpsdrögunum.

„Við getum ekki sætt okkur við að þurfa að mæta fyrir nefnd sem skipuð er geðlæknum og lögfræðingum. Mælikvarðinn sem settur er, finnst okkur óviðunandi. Ég hef áður vísað til sambærilegra mála í Noregi og uppgjörs þar og geri enn. Ég tel að það ætti að greiða hverjum og einum sem þarna var vistaður 15 milljónir króna að lágmarki, það eigi eitt yfir alla að ganga. Þetta eru menn sem aldrei hafa náð að fóta sig í lífinu. Leiddust út í áfengis- og fíkniefnaneyslu, afbrot og enduðu í fangelsum. Sumir eru þar enn og aðrir inn og út af geðdeildum,“ segir Bárður R. Jónsson.

Hann segir að ekkert samráð hafi verið haft við Breiðavíkursamtökin eftir að drög að frumvarpi um svokallaðar sanngirnisbætur vegna misgjörða við vistun á opinberum stofnunum eins og Breiðavíkurheimilinu komust í umræðuna. Forsætisráðuneytið átaldi að samtökin hefðu farið með frumvarpið í fjölmiðla án samþykkis eða samráðs við ráðuneytið.

„Ég sendi fyrirspurn um stöðu málsins í byrjun mánaðar en hef engin svör fengið enn. Þeir hafa ekkert rætt við okkur frá 11. ágúst síðastliðnum. Miðað við orðalag fjáraukalaganna þá býst ég ekki við að neitt hafi breyst frá því í sumar. En samráðinu lauk þegar frumvarpsdrögin komust til fjölmiðla,“ segir Bárður R. Jónsson.

Eins og áður segir er sótt um 125 milljónir króna í fjáraukalögum vegna bótagreiðslna og reksturs úrskurðarnefndar. Að því gefnu að 100 einstaklingar eigi rétt til bóta, kemur um eða innan við ein milljón króna í hlut hvers fyrir sig.

„Hvers konar uppgjör yrði það? Mér finnst greinilegt á öllu að athugasemdir okkar við frumvarpsdrögin hafi ekki verið teknar til greina. Stjórnvöld vilja sleppa sem billegast frá þessu. Þetta breytir engu en ég vil að menn geti sagt að bæturnar breyti einhverju, gefi þeim sem urðu fyrir tjóni, nýja von,“ segir Bárður R. Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldglæringar í rafmangskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

Í gær, 12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

Í gær, 12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

Í gær, 11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Í gær, 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Í gær, 10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Í gær, 09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

Í gær, 08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

Í gær, 09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

Í gær, 08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

Í gær, 07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...