Símaféið öðruvísi nýtt

Formenn stjórnarflokkanna hlýða á Alþingisumræðu.
Formenn stjórnarflokkanna hlýða á Alþingisumræðu. mbl.is/Golli

Á hverju ári hefur þurft að ráðstafa peningunum sem fengust við einkavæðingu Landsímans öðruvísi en áætlað var í lögum sem samþykkt voru um ráðstöfun þeirra.

Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi í dag en Jón Bjarnason, VG, spurði hann út í þetta í tengslum við bandormsfrumvarp forsætisráðherra sem nú er til umræðu.

Samkvæmt því eru lögin um ráðstöfun símafjárins felld úr gildi og sagði Geir frumvarpið kannski hafa verið umdeilanlegt á sínum tíma. Féð hefði engu að síður verið vel nýtt og að sama skapi yrðu öll þau verkefni sem til stóð að ráðast í áfram á stefnuskrá.

M.a. stóð til að nýta símaféð í byggingu hátæknisjúkrahúss en því hefur verið slegið á frest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert