Stjórna í gegnum fjölmiðla

Bjarni Harðarson fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður segir fjölmiðla leika stórt hlutverk í óeðlilegum tengslum stjórnmála og viðskiptalífs. Stjórnmálamenn fái mildari meðferð hjá fjölmiðlum auðmanna ef þeir séu meðfærilegir. Það sé áberandi í Framsóknarflokknum og Samfylkingunni þar sem tekið sé á þeim með silkihönskum.

Bjarni Harðarson segir það skjóta skökku við að mennirnir sem settu bankana á hliðina skuli enn ganga lausir í viðskiptalífinu fyrir atbeina stjórnmálamanna. Fjölmiðlar beri þar þunga ábyrgð. Auðmennirnir geti auðveldlega kúgað stjórnmálamennina. Þeir eigi allt undir að hafa fjölmiðlana með sér og þeim lærist að aðferðin sé sú að ganga ekki óvægilega fram gegn auðmönnum.  Þessi tengsl stjórnmála, viðskiptalífs og fjölmiðla séu versta spilling sem dæmi séu um hér á landi og Bjarni segir þau verst í sínum gamla flokki og Samfylkingunni.

  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert