120,5 milljónir í viðbót

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Meirihluti fjárlaganefndar hefur skilað áliti sínu á fjáraukalagafrumvarpinu og gerir tillögur um hækkanir sem nema samtals 120,5 milljónum króna. M.a. stendur til að veita 30 milljónum til að undirbúa rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahrunsins.

Lagt er til að rekstrargrunnur Sinfóníuhljómsveitarinnar verði styrktur með 16 milljónum. Þá verður 7 milljónum varið í að breyta ósi Skjálfandafljót og koma honum í eldri farveg. Frumvarpið fer nú til annarrar umræðu en nefndin mun setja fram nánari tillögur fyrir þriðju umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert