Læknir verður „skorinn upp“

Baldur Brjánsson.
Baldur Brjánsson.

Hjálmar Freysteinsson, heimilislæknir á Akureyri og limruskáld, fer á „skurðarborðið“ hjá Baldri Brjánssyni töframanni á skemmtistaðnum Græna hattinum á Akureyri annað kvöld.

Baldur hyggst beita þar brögðum til að taka einhverjar meinsemdir úr lækninum. „Ég fer í þetta alveg óhræddur,“ segir Hjálmar við Morgunblaðið. Hann segist vera við hestaheilsu og erfitt sé að gera sér grein fyrir hvað Baldur getur fjarlægt.

Þó „aðgerðin“ geti verið varasöm þurfti ekki að ganga lengi á eftir Hjálmari. Hann verður hvort eð er á staðnum til að lesa upp úr nýrri limrubók sinni, Heitar lummur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert