Segja fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ómarktæka

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði segja að fjárhagsáætlun bæjarins, sem var til fyrstu umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag, sé algjörlega ómarktæk, þar sem sex milljarða kr. söluhagnaður af sölu hlutabréfa í Hitaveitu Suðurnesja sé færður inn í reikning bæjarins.

Í tilkynningu frá bæjarfulltrúunum kemur fram að mikil óvissa ríki hins vegar um niðurstöðu málsins, þ.e. hvort af sölu hlutafjárins til OR verði, þar sem málið sé komið fyrir dóm og ljóst sé að hugsanlegur söluhagnaður verði alls ekki að veruleika á yfirstandandi fjárhagsári. 

Í fjárhagsáætlun bæjarins sé ennfremur gert ráð fyrir einum milljarði króna í vaxtatekjur af söluhagnaðinum.

„Hér er vísvitandi villandi framsetning til að fegra reikninga bæjarins um 7 milljarða króna.

 Á fundi bæjarstjórnar í dag var einnig samþykkt með 8 atkvæðum Samfylkingar og VG að hækka útsvarið í 13,28%, og vekur sú  afgreiðsla sérstaklega athygli þar sem frumvarp um heimild til hækkunar er ekki enn orðið að lögum á Alþingi. Hafnarfjörður er þar með fyrsta sveitarfélagið á landinu sem afgreiðir umrædda útsvarshækkun frá bæjarstjórn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert