Tryggvi hættur hjá Landsbankanum

Tryggvi Jónsson.
Tryggvi Jónsson. mbl.is/ÞÖK

Tryggvi Jónsson hefur í dag sagt upp störfum hjá Landsbankanum (NBI) og hefur þegar látið af störfum hjá bankanum. Segir í yfirlýsingu frá Tryggva að ástæðuna megi rekja til þess ástands sem skapast hefur í kringum störf hans þar og vonast hann til þess að uppsögnin megi verða til að þess að Landsbankinn fái þann starfsfrið sem hann á skilið.

„Umræðan um mig og starf mitt hjá bankanum hefur að mínu mati farið langt yfir öll velsæmismörk og hafa síðustu vikur verið mér og ekki síður fjölskyldu minni, afar erfiðar.  Ég get setið undir ýmsu en þegar mótmæli af þeirri tegund sem sést hafa síðustu daga eru farin að bitna á fjölskyldu minni segi ég hingað og ekki lengra.

Ég vil þakka öllu starfsfólki Landsbankans fyrir gott samstarf, stuðning og góða viðkynningu og vona  að því farnist vel í framtíðinni," að því er segir í yfirlýsingu frá Tryggva.

Tryggvi hóf störf við bankann 3. desember 2007, fyrst til að sinna tilteknum verkefnum en síðan sem starfsmaður bankans. Þetta var ríflega fimm árum eftir að Baugsmálið hófst og um hálfu ári áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Hann var því með hreina sakaskrá þegar hann byrjaði hjá bankanum en það breyttist í júní á þessu ári þegar dómur var loks kveðinn upp.

Í viðtali við Morgunblaðið þann 7. nóvember sl. sagði Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðisviðs Landsbankans, að Tryggvi kæmi hvergi nálægt málum sem tengjast Baugi, 365, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða félögum sem tengjast honum. Deildin sem hann starfaði í sinnti ekki stærri málum og málefni Baugs teldust ótvírætt til stærri mála.

Í viðtali við mbl.is fyrr í vikunni sagði Tryggvi að ekki séu bein tengsl á milli sín og Baugs hvað varðar þau fyrirtæki sem hann hafi annaðhvort átt hlut í eða gegnt stjórnarformennsku í undanfarin ár. Fyrirtækin sem um ræði séu Domino's, Humac og Leonard.  Hann hafnaði því alfarið að hann tengist Baugi á nokkurn hátt í dag. Þá vísar hann þeim ásökunum Jóns Geralds Sullenbergers á bug, sem m.a. komu fram í þættinum Silfri Egils í Sjónvarpinu á sunnudag, að hann hafi verið arkitektinn að ýmsum viðskiptum Baugs sem hafi átt þátt í bankahruninu.

Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælum í Landsbankanum í gær var Jón Gerald. Hann sagði í viðtali við Sjónvarp mbl að hann styddi þessi mótmæli hundrað prósent. Einhverjir mótmælendur héldu á vegaskiltinu Hætta framundan, með nafni Tryggva Jónssonar undir. Jón Gerald segist vilja að Tryggvi Jónsson hætti í bankanum en hann sé að stórskaða ímynd hans og starfsfólkið eigi rétt á því að fá vinnufrið.

Jón Gerald Sullenberger við mótmælaskilti gegn Tryggva Jónssyni í gær.
Jón Gerald Sullenberger við mótmælaskilti gegn Tryggva Jónssyni í gær. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Innlent »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja að það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...