Boða þögul mótmæli á morgun

HAG


Raddir fólksins boða til mótmælafundar á Austurvelli klukkan 15 á morgun. Verða mótmælin þögul og er áætlað að þau standi yfir í 11 mínútur. Samtökin boða hins vegar kröftug mótmæli fyrstu helgina eftir jól, 27. desember og þrýstingur aukinn á stjórnvöld, að því er segir í tilkynningu.

Undanfarnar ellefu vikur hafa þúsundir Íslendinga safnast saman á Austurvelli klukkan 15.00 á hverjum laugardegi undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

„Um síðustu helgi, 13. desember, voru mótmælin haldin með áhrifamiklum táknrænum hætti og eins mun verða næsta laugardag, 20. desember, klukkan 15.00. Þetta er gert vegna óska fólks um að geta gefið börnum sínum gleðileg og friðsæl jól. Slík sjónarmið eru bæði sjálfsögð og eðlileg.

Fyrstu helgina eftir jól, 27. desember, verður fundurinn hins vegar færður í kröftugra form og þrýstingur aukinn á stjórnvöld," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert