Lagt hald á yfir 150 kannabisplöntur

Kannabisplöntur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Kannabisplöntur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á Blönduósi gerði húsleit í íbúðarhúsi á Skagaströnd í gærkvöldi, vegna gruns um að þar væri verið að rækta kannabisplöntur. Grunur lögreglu reyndist á rökum reistur og lagði lögreglan hald rúmlega 150 kannabisplöntur ásamt búnaði, sem var notaður við ræktunina. Tveir voru handteknir.

Að sögn lögreglunnar var ræktunin vel á veg komin.

Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Að sögn lögreglu er ekki grunur um að  afrakstur ræktunarinnar hafi verið kominn í dreifingu.

Málið er í rannsókn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert