Þörf umræða um gjaldmiðil

AP

Danski hagfræðingurinn Poul Mathias Thomsen, hefur undanfarna daga fundað með fræðimönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum þar sem staða efnahagsmála hefur verið rædd. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðu Thomsen og aðrir fulltrúar IMF áherslu á að fá að ræða við þá sem gagnrýnt hafa stefnu sjóðsins og aðgerðaáætlunina sem unnið er eftir. Var meðal annars rætt við íslenska fræðimenn á fundi í Þjóðmenningarhúsinu seinni partinn á fimmtudag.

Thomsen segist gera sér grein fyrir að mikil umræða fari fram í landinu um hvað gjaldmiðil eigi að nota á Íslandi til framtíðar. Þetta sé þörf umræða og hana þurfi að leiða til lykta. „IMF hefur ekki skoðun á því hvort taka eigi upp nýjan gjaldmiðil einhliða, eða með öðrum hætti. Það er umræðuefni sem er IMF óviðkomandi. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að því að horfa fram á veginn og vinna að áætluninni. Það hvort nauðsynlegt sé að breyta um gjaldmiðil tengist ekki áætluninni sem unnið er eftir þar sem það er ekki hluti af skammtímaverkefnunum sem við erum að eiga við.“

Aðspurður hvort krónan sem slík sé sjálfstætt efnahagsvandamál, eins og ýmsir hafa sagt, segir Thomsen það ekki vera IMF að leiða umræðu um það mál og komast að niðurstöðu. Framfylgd áætlunarinnar sem fyrir liggur sé það sem öllu skiptir. „Á næstu misserum þarf að horfa til þess, hvert sé rétt verðgildi á krónunni. Það þarf að finna það og það gerist aðeins með því að koma á stöðugleika. Umræðan um gjaldmiðilinn er mjög áhugaverð og rökræðan um málið beinskeytt, eins og ég hef gert mér grein fyrir. Eins og áður sagði, þá hefur IMF ekki skoðun á þessu máli heldur er fyrst og fremst horft til þess að vinna eftir áætluninni. Hún gerir ráð fyrir því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði, áður en til annarra aðgerða er beinlínis gripið. Það er það sem við erum að einbeita okkur að.“

Íslandsaðstoðin annars eðlis en önnur mál

„Gagnrýnin á starf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsniðursveiflum annars staðar í heiminum hefur stundum átt rétt á sér, og stundum ekki að mínu mati,“ segir Poul Mathias Thomsen. Hann segir stöðu Íslands nú ekki vera sambærilega við önnur mál sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið nálægt. Ólíkt öðrum aðstoðaráætlunum sjóðsins, þar á meðal í Asíu á níunda áratugnum og Argentínu árið 2000 og 2001, þá miðast aðstoðin á Íslandi við að ná tökum á „bráðri neyð“. „Það sem gerðist á Íslandi er frábrugðið því sem hefur gerst annars staðar. Á mjög skömmum tíma fór staða ríkissjóðsins úr því að vera jákvæð í að vera mjög neikvæð. Þetta gerðist á einni nóttu, svo að segja. Þess vegna miða allar aðgerðir okkar við það að ná lágmarksstöðugleika áður en hægt er að taka frekari uppbyggingarskref. Vandinn hér er bráðavandi sem þurfti að bregðast við með mjög róttækum aðgerðum.“

Thomsen segist vel geta viðurkennt að hluti af gagnrýni sem komið hefur fram á sjóðinn vegna aðgerða í Asíu og víðar sé eitthvað sem sjóðurinn hefur lært af. Nú reyni hins vegar mjög á hæfni starfsfólks sjóðsins þar sem staða mála í heiminum sé slæm.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lugu til um pakkasendingu

12:30 Hringt var í konu í vesturbæ Reykjavíkur í gær en á línunni var karlmaður sem sagðist vera á leið til hennar með pakka frá Samskipum. Hins vegar lá þannig í því að konan átti ekki von á neinni sendingu. Meira »

Maðurinn sem lést í vinnuslysi

12:12 Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Hafnarfirði á mánudag hét Einar Ólafur Steinsson. Hann var 56 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira »

„Við viljum trúa á það að réttlætið sigri“

12:00 Búið er að áfrýja máli Áslaug­ar Ýrar Hjart­ar­dóttur, sem bar­ist hef­ur fyr­ir því að fá end­ur­gjalds­lausa túlkaþjón­ustu sem hún þarf á að halda, til Hæstaréttar. Móðir Áslaugar segir Áslaugu hugsa málið í stærra samhengi en svo að það snúist um hana eingöngu. Meira »

Virði reglur um hvíldartíma

11:38 Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. Meira »

„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

11:37 „Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki. Meira »

Lögreglan kölluð út vegna deilna

11:23 Laust fyrir kl. 6 í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um aðstoð vegna deilna milli sambúðarfólks í Hafnarfirði. Meira »

Vinnuslys í Mosfellsbæ

11:18 Snemma í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um vinnuslys við fyrirtæki í Mosfellsbæ.  Meira »

Maðurinn erlendur hælisleitandi

11:21 Maðurinn sem féll í Gullfoss er erlendur hælisleitandi sem kom til Íslands fyrir nokkru síðan. Ekkert bendir til þess að þetta atvik hafi orðið með saknæmum hætti. Meira »

Óvenju mikið af karfa á ferðinni

10:59 „Það hefur gengið mjög vel og það er óvenjulega mikið af karfa á ferðinni á Halanum og reyndar í öllum köntunum á Vestfjarðamiðum. Þetta er reyndar góður karfatími en veiðin er mun betri en ég átti von á.“ Meira »

Byggja 60-70 íbúðir á Edenreit

10:52 Hveragerðisbær ætlar að byggja íbúðarhúsnæði í austurhluta bæjarins á lóðum þar sem Eden og Tívolíið voru áður. Fasteignaþróunarfélagið Suðursalir ehf. stendur að framkvæmdunum í samstarfi við Arion banka. Meira »

Ekið á ferðamann í Borgarnesi

10:50 Ekið var á konu í Borgarnesi um fjögurleytið í gær. Atburðurinn átti sér stað á Borgarbrautinni og var konan, sem var erlendur ferðamaður, talsvert mikið slösuð á fæti eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi. Meira »

Snýr ekki aftur til starfa

10:19 Stuðningsfulltrúi Barnaskóla Hjallastefnunnar, sem grunaður var um að hafa beitt börn ofbeldi, mun ekki snúa aftur til starfa hjá skólanum í haust. Málinu telst nú lokið af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Meira »

Ólíklegt að maðurinn sé erlendur ferðamaður

08:40 Ólíklegt er að maðurinn sem féll í Gullfoss í gær sé erlendur ferðamaður, samkvæmt vísbendingum sem lögregla er að skoða. Þetta staðfest­ir Sveinn Kristján Rún­ars­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Meira »

Bíður við næsthættulegasta fjall heims

08:00 John Snorri Sigurjónsson bíður enn átekta í grunnbúðum við fjallið K2. Hann hyggst reyna að klífa fjallið hættulega fyrstur Íslendinga. Talið er að aðeins um 240 manns hafi toppað K2 og 29% þeirra sem reyna láta lífið. Meira »

Árleg Skötumessa í Garði

07:37 Skötumessa var haldin í Gerðaskóla í Garði í gærkvöldi. Þetta var í ellefta sinn sem veislan er haldin, en allur aðgangseyrir auk styrkja frá fyrirtækjum, alls á fjórðu milljón króna, rennur til styrktar góðum málefnum á Suðurnesjum og víðar. Meira »

Raddmenningu Íslendinga er áfátt

08:18 „Setji maður fána út í strekkingsvind í lengri tíma, þá trosnar hann og slitnar með tímanum. Það sama gerist ef maður þenur röddina í langan tíma, þá slitna raddböndin. Meira »

Eldar íslenskan mat fyrir landsliðið

07:57 „Ég er hérna í Hollandi til þess að reyna að brjóta upp hversdagsleikann fyrir stelpurnar,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem kom til móts við liðið eftir Frakkaleikinn í fyrradag og mun dvelja með liðinu fram að leiknum gegn Sviss. Meira »

Léttskýjað og 20 stig norðaustanlands

07:30 Hlýjast verður á Norðausturlandi í dag og verður hiti á bilinu 15-25 stig. Skýjað verður með köflum víða um land og úrkomulítið, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu, þar sem virðist stefna í sumarlegt veður næstu daga. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...