Þörf umræða um gjaldmiðil

AP

Danski hagfræðingurinn Poul Mathias Thomsen, hefur undanfarna daga fundað með fræðimönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum þar sem staða efnahagsmála hefur verið rædd. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðu Thomsen og aðrir fulltrúar IMF áherslu á að fá að ræða við þá sem gagnrýnt hafa stefnu sjóðsins og aðgerðaáætlunina sem unnið er eftir. Var meðal annars rætt við íslenska fræðimenn á fundi í Þjóðmenningarhúsinu seinni partinn á fimmtudag.

Thomsen segist gera sér grein fyrir að mikil umræða fari fram í landinu um hvað gjaldmiðil eigi að nota á Íslandi til framtíðar. Þetta sé þörf umræða og hana þurfi að leiða til lykta. „IMF hefur ekki skoðun á því hvort taka eigi upp nýjan gjaldmiðil einhliða, eða með öðrum hætti. Það er umræðuefni sem er IMF óviðkomandi. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að því að horfa fram á veginn og vinna að áætluninni. Það hvort nauðsynlegt sé að breyta um gjaldmiðil tengist ekki áætluninni sem unnið er eftir þar sem það er ekki hluti af skammtímaverkefnunum sem við erum að eiga við.“

Aðspurður hvort krónan sem slík sé sjálfstætt efnahagsvandamál, eins og ýmsir hafa sagt, segir Thomsen það ekki vera IMF að leiða umræðu um það mál og komast að niðurstöðu. Framfylgd áætlunarinnar sem fyrir liggur sé það sem öllu skiptir. „Á næstu misserum þarf að horfa til þess, hvert sé rétt verðgildi á krónunni. Það þarf að finna það og það gerist aðeins með því að koma á stöðugleika. Umræðan um gjaldmiðilinn er mjög áhugaverð og rökræðan um málið beinskeytt, eins og ég hef gert mér grein fyrir. Eins og áður sagði, þá hefur IMF ekki skoðun á þessu máli heldur er fyrst og fremst horft til þess að vinna eftir áætluninni. Hún gerir ráð fyrir því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði, áður en til annarra aðgerða er beinlínis gripið. Það er það sem við erum að einbeita okkur að.“

Íslandsaðstoðin annars eðlis en önnur mál

„Gagnrýnin á starf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsniðursveiflum annars staðar í heiminum hefur stundum átt rétt á sér, og stundum ekki að mínu mati,“ segir Poul Mathias Thomsen. Hann segir stöðu Íslands nú ekki vera sambærilega við önnur mál sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið nálægt. Ólíkt öðrum aðstoðaráætlunum sjóðsins, þar á meðal í Asíu á níunda áratugnum og Argentínu árið 2000 og 2001, þá miðast aðstoðin á Íslandi við að ná tökum á „bráðri neyð“. „Það sem gerðist á Íslandi er frábrugðið því sem hefur gerst annars staðar. Á mjög skömmum tíma fór staða ríkissjóðsins úr því að vera jákvæð í að vera mjög neikvæð. Þetta gerðist á einni nóttu, svo að segja. Þess vegna miða allar aðgerðir okkar við það að ná lágmarksstöðugleika áður en hægt er að taka frekari uppbyggingarskref. Vandinn hér er bráðavandi sem þurfti að bregðast við með mjög róttækum aðgerðum.“

Thomsen segist vel geta viðurkennt að hluti af gagnrýni sem komið hefur fram á sjóðinn vegna aðgerða í Asíu og víðar sé eitthvað sem sjóðurinn hefur lært af. Nú reyni hins vegar mjög á hæfni starfsfólks sjóðsins þar sem staða mála í heiminum sé slæm.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Tattoo
...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...