Einhliða upptaka gjaldmiðils

Kirkjan á Selfossi.
Kirkjan á Selfossi. Kristinn Ingvarsson


Fundur fulltrúaráðs Árborgar og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi skorar á stjórnvöld að kanna til hlítar þann kost að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Ef niðurstaða slíkrar skoðunnar þykir jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf, heimili og fyrirtæki, verði ráðist í
gjaldmiðlabreytingu svo fljótt sem verða má, segir í fréttatilkynningu frá fundinum.

 ,,Upptaka annars gjaldmiðils svo
sem dollars eða evru væri hér til skoðunar burtséð frá hugleiðingum um
inngöngu í ESB enda sanna nýleg dæmi að einhliða upptaka þarf ekki að vera háð slíkri inngöngu. Þá leggur fundurinn áherslu á að gætt verði í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart ESB ekki síst hvað varðar landbúnaðarmál og sjávarútveg."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert