Börnin vitni að ofbeldi

Myndin er sviðsett
Myndin er sviðsett Sverrir Vilhelmsson

Rúmur fimmtungur íslenskra unglinga þekkir einhvern sem orðið hefur fyrir ofbeldi heima hjá sér og 14,6% barna. Þegar einungis er litið til þeirra sem svöruðu játandi eða neitandi í könnun sem fyrir þau var lögð, hækkar hlutfallið hins vegar upp í tæpan fjórðung.

Kemur þetta fram í rannsókn sem þær Guðrún Kristinsdóttir prófessor og Ingibjörg H. Harðardóttir, lektor í sálfræði, á menntasviði HÍ, hafa unnið að ásamt fleirum og birtar eru niðurstöður úr í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga.

„Þessi athugun nær fyrst og fremst til almennrar þekkingar og því var ekki spurt um þeirra persónulegu reynslu, né heldur fylgt eftir spurningunni um það hvort þau þekktu einhvern sem hefði orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér,“ segir Guðrún. Alþekkt sé hins vegar úr rannsóknum erlendis að börn trúi oft fyrst besta vini sínum fyrir ofbeldinu. „Einn möguleikinn er því að ekki sé um að ræða ofbeldi á þeirra heimili heldur hjá einum í vinahópnum.“

68% svörun var við könnuninni, sem börnin tóku einungis þátt í ef foreldrar veittu leyfi. Ekki er því ólíklegt að þau börn sem búa við ofbeldi hafi ekki tekið þátt. Athygli vakti þó hversu hátt hlutfall þátttakenda kaus að svara ekki eða sagðist ekki vita svarið við þessari spurningu. „Það er mikil leynd sem hvílir yfir heimilisofbeldi,“ segir Guðrún. „Síðan kann líka vel að vera að einhver börn hafi viljað halda trúnað við þann sem trúði þeim fyrir ofbeldinu.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert