Eftirlaunafrumvarpið samþykkt

Nýju lögin leysa umdeild eftirlaunalög frá árinu 2003 af hólmi. …
Nýju lögin leysa umdeild eftirlaunalög frá árinu 2003 af hólmi. Halldór Blöndal var fyrsti flutningsmaður gömlu eftirlaunalaganna. Jim Smart

Ný eftirlaunalög hafa nú verið samþykkt á Alþingi og taka þau gildi 1. júlí nk. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, vill meina að með þeirri bið sem er á gildistöku laganna auki lífeyristekjur ráðherra um 10-15 þúsund krónur á mánuði. Sakaði hann Samfylkinguna um loddaraskap á Alþingi í dag og þótti slappt af þeim að skera niður án tafar í velferðarkerfinu en láta síðan sína hagsmuni bíða.

Frumvarpið var samþykkt með 38 atkvæðum.

Samfylkingarfólk lagði áherslu á að nýju lögin væru grundvallarbreyting en málinu er þó að líkindum ekki lokið því allsherjarnefnd telur að skoða þurfi lögin betur. 

Markmiðið með lögunum er að færa lífeyriskjör ráðamanna nær því sem á við um almenning og koma þannig til móts við mikla gagnrýni sem hin lögin hlutu. Stjórnarandstöðuflokkarnir, þ.e. Framsókn, VG og Frjálslyndir, telja breytingarnar skref í rétta átt og stóðu því ekki gegn frumvarpinu. Hins vegar vildu þeir ganga lengra og lögðu fram breytingartillögu um að sömu réttindi giltu um ráðamenn og um aðra opinbera starfsmenn, auk þess að hvetja til þess að reynt yrði að ná sátt allra flokka í þessu máli. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, flutti einnig breytingartillögu um að þingmönnum og ráðherrum yrði í sjálfsvald sett í hvaða lífeyrissjóð þeir greiddu og að um þá færi því eins og aðra sem í þá sjóði greiða. Með því móti væru lífeyriskjör gagnsæ.

Ekki er þó víst að málinu sé lokið enn því að allsherjarnefnd hefur lýst því yfir að skoða þurfi lögin nánar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert