Ferð Herjólfs felld niður

mbl.is

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur siglir ekki seinni ferðina í dag vegna veðurs. Á hádegi var stormur á Stórhöfða, austan 30 m/s.

Gert er ráð fyrir venjulegri áætlun Herjólfs á morgun, Þorláksmessu og verða farnar tvær ferðir. Á aðfangadag jóla verður ein ferð, farið er 8:15 frá Eyjum og 11 frá Þorlákshöfn. Engin ferð er á Jóladag en á annan dag jóla er venjuleg áætlun. Ein ferð verður farin á Gamlársdag, brottför er 8:15 frá Eyjum og 11 frá Þorlákshöfn. Engin ferð er á Nýársdag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert