Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar styrktir til framhaldsnáms

Undirritun stofnskrárinnar fór fram í dag.
Undirritun stofnskrárinnar fór fram í dag.

Í dag var stofnaður nýr styrktarsjóður við Háskóla Íslands, sem veitir styrki til nemenda í framhaldsnámi í ljósmóður- og hjúkrunarfræðum. Stofnframlagið er 25 milljónir króna sem er gjöf frá Soffíu Þuríði Magnúsdóttur sem arfleiddi Háskóla Íslands að meginhluta eigna sinna. 

Fram kemur í tilkynningu frá HÍ að nýi sjóðurinn nefnist Minningarsjóður Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. Undirritun stofnskrárinnar fór fram í dag í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, en þá tók Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, við stofnfé sjóðsins að upphæð 25 milljónir króna.

Minningarsjóður Bjargar Magnúsdóttur og Magnúsar Jónassonar er stofnaður af dóttur þeirra hjóna, Soffíu Þuríði Magnúsdóttur samkvæmt fyrirmælum í erfðaskrá hennar. Tilgangur sjóðsins og markmið er að styrkja ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til framhaldsnáms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert