Segja meirihlutann í borgarstjórn „ótengdan veruleikanum“

Meirhluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur samþykkt að hækka ekki útsvarið á næsta ári. Fram kemur í bókun frá borgarfulltrúum Vinstri grænna að það veki furðu að meirihlutinn skuli ekki fullnýta heimild borgarinnar til hækkunar útsvars, eða upp í 13,28%.

Bókunin er eftirfarandi:

„Það vekur furðu að meirihluti borgarstjórnar skuli ekki fullnýta heimild sveitarfélagsins til hækkunar útsvars eða upp í 13,28%. Þessi niðurstaða felur í sér að meirihlutinn virðist algjörlega ótengdur veruleikanum að því er varðar tekjumöguleika sveitarfélagsins á erfiðum tímum.

Útsvar kemur þyngra niður á þeim sem njóta hærri tekna meðan hætt er við að hagræðing komi niður á þeim sem síst skyldi. Þannig væri álaginu af samdrættinum dreift og væri jafnframt unnt að nýta tekjurnar til að standa straum af verkefnum sem nýtast öllum og til að efla velferð og samfélagslegt öryggisnet.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert