Umhverfisáhrif af rannsóknarborun metin

Kristján Kristjánsson

Landsvirkjun áformar rannsóknaboranir í Gjástykki, í Þingeyjarsveit og við Kröflu.

Rannsóknirnar eru nauðsynlegur liður í öflun upplýsinga um hvort vinnanlegan jarðhita sé þar að finna. Landsvirkjun hefur ákveðið að meta umhverfisáhrif af borun allt að þriggja hola á sama borteig í Gjástykki og fjórar við Kröflu. Þetta kemur fram á vef Landsvirkjunar.

Áform um borun þriggja rannsóknahola á Gjábakkasvæði og Kröflu eru liður í samstarfi Landsvirkjunar og Þeistareykja ehf. um rannsóknir og könnun á virkjunarmöguleikum háhitasvæða á Norðausturlandi, það er á Þeistareykjum, í Kröflu, Bjarnarflagi og Gjástykki, fyrir álver á Bakka við Húsavík eða aðra orkukaupendur.

Landsvirkjun, sem er framkvæmdaraðili, hefur rannsóknarleyfi í Gjástykki auk þess sem samið hefur verið við landeigendur um rannsóknar- og nýtingarrétt þess hluta Gjástykkis sem tilheyrir Reykjahlíð.

Í tillögu að matsáhrifum vegna borana á Kröflusvæðinu kemur fram að jarðhitasvæðið í Kröflu er talið vera eitt af þremur stærstu jarðhitasvæðum á Norðurlandi eystra. Landsvirkjun fyrirhugar að reisa nýja jarðhitavirkjun, Kröfluvirkjun II, til viðbótar við núverandi 60 MWe Kröflustöð.

„Fyrirhugaðar eru rannsóknaboranir við Kröflu til að kanna eiginleika jarðhitasvæðisins í Kröflu. Rannsóknirnar eru nauðsynlegur liður í öflun upplýsinga um hversu mikinn vinnanlegan jarðhita sé að finna.
Skipulagsstofnun tók þá ákvörðun, í febrúar 2008, að ekki þyrfti að meta sameiginlega umhverfisáhrif allra framkvæmda vegna álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Ákvörðunin var kærð til umhverfisráðherra. Samkvæmt úrskurði ráðherra um kæruna er ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi og skulu umhverfisáhrif fyrrgreindra framkvæmda metin sameiginlega"

Matsáætlun dregin til baka

Landsvirkjun hefur ákveðið að draga matsáætlun fyrir allt að 150 MWe Kröfluvirkjun II tilbaka. Áætlað er að leggja fram nýja tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar virkjunar þegar ákvörðun
Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun rannsóknaborana við Kröflu liggur fyrir.

Sjá nánar  um Gjástykki 

Sjá nánar um Kröflu

Upplýsingar um Þeistareyki og tillögu að matsáætlun fyrir það svæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert