Tvær og hálf milljón safnaðist

Friðrik Ómar og Regína Ósk voru meðal flytjenda á tónleikunum.
Friðrik Ómar og Regína Ósk voru meðal flytjenda á tónleikunum. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Tæp tvær og hálf milljón safnaðist á tónleikum sem haldnir voru í dag í Háskólabíói, til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Fullt var út úr dyrum og uppselt á tónleikana, sem haldnir voru þeir tíundu í röðinni. Alls hafa safnast rúmar 27 milljónir á þessum tíu árum.

Tónleikarnir voru fyrst haldnir í desember árið 1998 en skipulagningin hefur verið í höndum Einars Bárðarsonar.

Allir flytjendur og starfsmenn tónleikanna gáfu vinnu sína og var stór ávísun upp á innkomu tónleikanna afhent forsvarsmönnum SKB í hléi tónleikanna.

Meðal listamanna sem komu fram voru Lay Low, Sálin hans Jóns míns, Sprengjuhöllin, Helgi Björnsson, Bubbi Morthens, Páll Óskar, Skítamórall, Ragnheiður Gröndal, Stuðmenn, Friðrik Ómar og Regína, Klaufarnir og Ingó og Veðurguðirnir.

Í hléi var forsvarsmönnum SKB afhent ávísun með upphæðinni sem …
Í hléi var forsvarsmönnum SKB afhent ávísun með upphæðinni sem safnaðist. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert