Ríkið hluthafi í verslunarkeðjum?

Úr Karen Millen verslun.
Úr Karen Millen verslun.

Svo kann að vera að íslenska ríkið eignist hluta í nokkrum breskum verslunarkeðjum, svo sem House of Fraser, Hamleys, Iceland og Karen Millen. Skuldum Baugs við hérlenda banka verði breytt í hluta í þeim verslunum sem Baugur á. Þetta kemur fram blaðinu í Financial Times í dag.

Í frétt blaðsins segir einnig að ríkið ætli ekki að selja eignir Baugs til að borga niður skuldir fyrirtækisins þar sem viðunandi verð fáist ekki í því efnahagsástandi sem nú ríkir.

Hins vegar verði ekkert af þessu takist ekki að semja við bresk stjórnvöld um að affrysta eigur Landsbankans í Bretlandi og náist ekki sátt í Icesave deilunni.

Frétt Financial Times má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert