Sama verð á veiðileyfunum fyrir sumarið

mbl.is/Einar Falur

Í söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir sumarið 2009, sem er verið að dreifa til félagsmanna, kemur fram að í langflestum tilvikum er verð veiðileyfa óbreytt frá síðasta sumri. SVFR er langstærsta veiðifélag landsins.

Samkvæmt upplýsingum frá félaginu munu félagsmenn og aðrir viðskiptavinir því ekki finna fyrir vísitöluhækkunum í samningum við veiðiréttareigendur. Er þar fyrir að þakka framsýni og velvilja landeigenda í garð félagsins en í flestum tilvikum hefur náðst sátt um verðstöðnun á milli ára. Þó munu enn standa viðræður við landeigendur á örfáum svæðum, og á einhverjum svæðum lækka veiðileyfin milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert