„Geðdeildarþjónusta færð mörg ár aftur í tímann“

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/skapti

Dagdeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) verður lögð niður í núverandi mynd frá 1. febrúar næstkomandi í kjölfar þess að geðdeild stofnunarinnar var gert að skera niður kostnað um 17,5 milljónir króna á næsta ári. Starfsfólki var afhent uppsagnarbréf í dag og er forstöðumaður dagdeildarinnar afar óhress með ákvörðunina; hann segir verið að færa geðdeildarþjónustu mörg ár aftur í tímann. Forstöðulæknir geðdeildar FSA er heldur ekki sáttur en segist tilneyddur að grípa til ráðstafana vegna kröfu um niðurskurð og þetta hafi að hans mati verið eini kosturinn. Stöðugildi á dagdeild eru sjö og 35-40 manns hafa sótt þjónustu þangað.

Andstætt tilmælum landlæknis

Yfirlæknir göngudeildar geðdeildar FSA lýsti í Morgunblaðinu á aðfangadag miklum áhyggjum vegna hugmynda í þessa veru, vegna þess að óhjákvæmilega yrði að draga úr þjónustu. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar, er algjörlega sama sinnis. „Mér er dálítið þungt í sinni að þurfi að leggja niður meðferðarstarf sem margir hafa gagn af og margir bíða eftir. Ég taldi að það ætti að fara að tilmælum landlæknis og hlífa geðsviðum sjúkrahúsanna við sparnaði vegna þess að álagið á geðdeildirnar verður meira á næsta ári vegna kreppunnar, en ég verð að framfylgja þessari sparnaðarkröfu og forgangsröðunin er sú að halda verði bráðaþjónustunni óbreyttri,“ sagði Sigmundur við Morgunblaðið. 

Forstöðulæknir sér eftir deildinni

Uppsagnirnar taka gildi 1. febrúar en ný sameinuð deild tekur formlega til starfa í nýju húsnæði 1. október. Þangað til verður göngudeildin á sama stað innan veggja FSA.

Sigmundur segist sjá mjög eftir dagdeildinni, sem byggð hefur verið upp á um það bil einum og hálfum áratug. „En ég vonast til þess að hægt verði að byggja hana upp aftur á nýjum stað og verð að reyna það með mínu samstarfsfólki. En þá þarf að byrja upp á nýtt.” 

Þeir sem fyrst og fremst hafa sótt þjónustu á dagdeild er fólk sem lengi hefur átt við geðræna erfiðleika að stríða og þarf fjölþættari og lengri endurhæfingu en aðrir. Það fólk fær ekki sambærilega þjónustu og áður eftir 1. febrúar en reynt verður að sinna því á göngudeild, að sögn Sigmundar.

Þjónustan færð mörg ár aftur í tímann

Kristján Jósteinsson, forstöðumaður dagdeildarinnar, segir að stöðug þróun hafi átt sér stað á deildinni. „Á síðustu þremur árum hefur földi sjúklinga tvöfaldast vegna nýrrar meðferðarnálgunar og það fólk sem verið hefur hjá okkur hefur náð mjög góðum árangri; nánast ekkert er um endurinnlagnir. Þess vegna finnst mér það sláandi að deildin sé lögð niður.“ Reiknað var með að sjúklingar á dagdeild yrðu um 60 á næsta ári, að sögn Kristjáns og segir hann að þar á bæ hafi verið til tillögur um 6,5% niðurskurð – eins og krafan var um – en samt sem áður hefði verið hægt að fjölga sjúklingum. 

„Auðlegð deildarinnar er fyrst og fremst starfsfólkið sem þar vinnur en sú þekking og reynsla sem þar hefur skapast glatast þegar deildin er lögð niður. Það er ekkert í sjónmáli sem tekur við af þeirri þjónustu sem við höfum veitt og því er verið að færa geðdeildarþjónustu mörg ár aftur í tímann. Dagdeildarþjónusta hefur verið helsti vaxtarbroddur í þjónustu geðdeildarinnar síðustu ár, eins og verið hefur á Norðurlöndum og Bandaríkjunum,“ segir Kristján. „Það sparast ekkert með þessum aðgerðum. Álagið mun aukast á bráðamáttöku spítalans og í heilsugæslu og félagsþjónustu bæjarins,“ segir Kristján, „og kostnaður þannig aukast annars staðar vegna sparnaðarins hér.“  

Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar FSA.
Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar FSA.
Kristján Jósteinsson forstöðumaður dagdeildar FSA.
Kristján Jósteinsson forstöðumaður dagdeildar FSA. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Ráðist á barnshafandi konu í Sandgerði

17:44 Ráðist var á þungaða konu í Sandgerði nú undir kvöld en gerandinn ók ölvaður af vettvangi.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Hlé á fundi fjárlaganefndar

11:17 Hlé var gert á fundi nýrrar fjárlaganefndar sem hófst klukkan 8:30 í morgun, en þingfundur hófst klukkan 10:30. Nefndin heldur áfram fundi klukkan 15:30 í dag. Fjárlögin eru eina mál á dagskrá fjárlaganefndar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...