„Geðdeildarþjónusta færð mörg ár aftur í tímann“

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/skapti

Dagdeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) verður lögð niður í núverandi mynd frá 1. febrúar næstkomandi í kjölfar þess að geðdeild stofnunarinnar var gert að skera niður kostnað um 17,5 milljónir króna á næsta ári. Starfsfólki var afhent uppsagnarbréf í dag og er forstöðumaður dagdeildarinnar afar óhress með ákvörðunina; hann segir verið að færa geðdeildarþjónustu mörg ár aftur í tímann. Forstöðulæknir geðdeildar FSA er heldur ekki sáttur en segist tilneyddur að grípa til ráðstafana vegna kröfu um niðurskurð og þetta hafi að hans mati verið eini kosturinn. Stöðugildi á dagdeild eru sjö og 35-40 manns hafa sótt þjónustu þangað.

Andstætt tilmælum landlæknis

Yfirlæknir göngudeildar geðdeildar FSA lýsti í Morgunblaðinu á aðfangadag miklum áhyggjum vegna hugmynda í þessa veru, vegna þess að óhjákvæmilega yrði að draga úr þjónustu. Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir geðdeildar, er algjörlega sama sinnis. „Mér er dálítið þungt í sinni að þurfi að leggja niður meðferðarstarf sem margir hafa gagn af og margir bíða eftir. Ég taldi að það ætti að fara að tilmælum landlæknis og hlífa geðsviðum sjúkrahúsanna við sparnaði vegna þess að álagið á geðdeildirnar verður meira á næsta ári vegna kreppunnar, en ég verð að framfylgja þessari sparnaðarkröfu og forgangsröðunin er sú að halda verði bráðaþjónustunni óbreyttri,“ sagði Sigmundur við Morgunblaðið. 

Forstöðulæknir sér eftir deildinni

Uppsagnirnar taka gildi 1. febrúar en ný sameinuð deild tekur formlega til starfa í nýju húsnæði 1. október. Þangað til verður göngudeildin á sama stað innan veggja FSA.

Sigmundur segist sjá mjög eftir dagdeildinni, sem byggð hefur verið upp á um það bil einum og hálfum áratug. „En ég vonast til þess að hægt verði að byggja hana upp aftur á nýjum stað og verð að reyna það með mínu samstarfsfólki. En þá þarf að byrja upp á nýtt.” 

Þeir sem fyrst og fremst hafa sótt þjónustu á dagdeild er fólk sem lengi hefur átt við geðræna erfiðleika að stríða og þarf fjölþættari og lengri endurhæfingu en aðrir. Það fólk fær ekki sambærilega þjónustu og áður eftir 1. febrúar en reynt verður að sinna því á göngudeild, að sögn Sigmundar.

Þjónustan færð mörg ár aftur í tímann

Kristján Jósteinsson, forstöðumaður dagdeildarinnar, segir að stöðug þróun hafi átt sér stað á deildinni. „Á síðustu þremur árum hefur földi sjúklinga tvöfaldast vegna nýrrar meðferðarnálgunar og það fólk sem verið hefur hjá okkur hefur náð mjög góðum árangri; nánast ekkert er um endurinnlagnir. Þess vegna finnst mér það sláandi að deildin sé lögð niður.“ Reiknað var með að sjúklingar á dagdeild yrðu um 60 á næsta ári, að sögn Kristjáns og segir hann að þar á bæ hafi verið til tillögur um 6,5% niðurskurð – eins og krafan var um – en samt sem áður hefði verið hægt að fjölga sjúklingum. 

„Auðlegð deildarinnar er fyrst og fremst starfsfólkið sem þar vinnur en sú þekking og reynsla sem þar hefur skapast glatast þegar deildin er lögð niður. Það er ekkert í sjónmáli sem tekur við af þeirri þjónustu sem við höfum veitt og því er verið að færa geðdeildarþjónustu mörg ár aftur í tímann. Dagdeildarþjónusta hefur verið helsti vaxtarbroddur í þjónustu geðdeildarinnar síðustu ár, eins og verið hefur á Norðurlöndum og Bandaríkjunum,“ segir Kristján. „Það sparast ekkert með þessum aðgerðum. Álagið mun aukast á bráðamáttöku spítalans og í heilsugæslu og félagsþjónustu bæjarins,“ segir Kristján, „og kostnaður þannig aukast annars staðar vegna sparnaðarins hér.“  

Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar FSA.
Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðdeildar FSA.
Kristján Jósteinsson forstöðumaður dagdeildar FSA.
Kristján Jósteinsson forstöðumaður dagdeildar FSA. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...