Hafa ruðst inn á Hótel Borg

Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar.
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar. mbl.is/Júlíus

Mótmælendur hafa ruðst inn á Hótel Borg til að trufla þáttinn Kryddsíld sem nú er verið að sýna í beinni útsendingu. Lögreglan er að reyna að hindra að fólk komist inn í útsendingarsalinn þar sem formenn stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum. Mótmælendum tókst rétt áðan að rjúfa útsendingu þáttarins stutta stund.

Sé fylgst með þættinum má glöggt heyra hróp og köll mótmælendanna í bakgrunni.

Mótmælendur eru nú í fordyri hótelsins en þar hefur lögreglan myndað varnarvegg og hótar að beita táragasi rjúfi mótmælendur vegginn. Að sögn sjónarvotts er mikill hiti í fólki.

Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótel Borgar.
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótel Borgar. Morgunblaðið/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert