Húsið bíður óklárað

Tónlistarhúsið
Tónlistarhúsið mbl.is/RAX

Fjármálaráðuneytið fór þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að sett yrði heimild í fjárlög þess efnis að ríkisstjórnin mætti ásamt Reykjavíkurborg ganga til samninga um áframhaldandi framkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Reykjavíkurhöfn. Slík heimild hefði opnað á að ríkisstjórnin stofnaði til fjárhagslegra skuldbindinga, t.d. vegna lántöku, með það að markmiði að ljúka við byggingu tónlistarhússins. Þótti sumum fjárlaganefndarmönnum sem þar væri á ferðinni nokkurs konar opinn tékki. Kostnaður við verkið lá ekki fyrir og gerir ekki enn. Fjárlaganefnd óskaði eftir frekari skýringum en á fundi 22. desember sl. dró ráðuneytið ósk sína til baka.

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, staðfestir að þessi tillaga hafi komið fram á fundi nefndarinnar en fjármálaráðuneytið síðan talið ljóst að það þyrfti ekki á heimildinni að halda.

Austurhöfn kaupi Portus

Framkvæmdir við tónlistarhúsið hafa verið í uppnámi þar sem eigendur eignarhaldsfélagsins Portus, þ.e. Landsbankinn og Nýsir hafa ekki fjárhagslegan styrk til að ljúka framkvæmdunum. Portus var stofnað sérstaklega til að byggja og reka tónlistarhúsið og fékk það verkefni með samningi við Austurhöfn-TR, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Að sögn Stefáns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar, er til skoðunar hvort Austurhöfn kaupir Portus, en framkvæmdin væri þá komin í hendur opinberra aðila. „En það kemur að sjálfsögðu til greina að selja Portus aftur,“ útskýrir Stefán og staðfestir að uppi séu hugmyndir um að slá lán til að geta lokið við byggingu tónlistarhússins. Framlög frá ríki og borg yrðu óbreytt, eins og upphaflega var samið um, en reynt yrði að fá lán með veði í þeim framlögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert