Alþingiskosningar samhliða

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Ómar Óskarsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir koma til greina að efna til Alþingiskosninga samhliða kosningu um hvort fara eigi í aðildaviðræður við ESB, verði hið síðarnefnda ofaná. Slíkar kosningar gætu farið fram með vorinu.  

Geir H. Haarde sagði í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu að til greina kæmi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara eigi í aðildarviðræður við ESB, svo umboð ríkisstjórnarinnar til slíkar viðræðna sé skýrt. Ingibjörg segist hafa vissar áhyggjur um slíka leið. Verði hún engu að síður ofan á segir hún rétt að hafa umboðið víðtækara.

„Mér finnst að ef á annað borð er verið að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu í landinu og kalla alla að kjörborðinu séu mjög sterk efnisleg rök fyrir því að þá fari fram þingkosningar samhliða. Það hefur verið kallað eftir því að umboðið sé endurnýjað og ef við erum að sækja umboð til þjóðarinnar til að fara í svona viðræður eru einhvernveginn sterk rök sem hnígja að því að það sé haft víðtækara," segir hún í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert