Kannabisræktun stöðvuð

Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á vettvangi.
Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á vettvangi. hag / Haraldur Guðjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rétt í þessu kannabisræktun í Breiðholti. Ræktunin var í bílskúr við Stelkshóla. Lögreglan vinnur nú að því að tæma skúrinn og rannsaka vettvang. Einn hefur verið handtekinn. Karlmaður á þrítugsaldri. Lögreglan varðist frekari frétta af málinu.

Samkvæmt heimildum mbl.is var nokkurt magn af plöntum inn í skúrnum. Lögreglan rannsakar nú hvort fleiri tengjast málinu.

Íbúar í fjölbýlishúsinu við Stelkshóla þar sem ræktunin var sögðust ekki hafa orðið þess varir að kannabisræktun færi fram í næsta nágrenni. Eigandi íbúðar beint fyrir ofan skúrinn þar sem ræktunin fór fram sagðist í samtali við mbl.is stundum hafa fundið sérkennilega lykt úr skápum hjá sér en aldrei leitt hugann að því að hún gæti tengst kannabisræktun.

Lögreglan var að störfum í Breiðholtinu þegar ljósmyndara mbl.is bar …
Lögreglan var að störfum í Breiðholtinu þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði. Mbl.is/hag
Hér sést skúrinn þar sem ræktunin fór fram.
Hér sést skúrinn þar sem ræktunin fór fram. hag / Haraldur Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert