Umræðuhættir á netinu

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um umræður á netinu. Þar segir m.a. að afstaða Morgunblaðsins í því efni sé skýr. Bæði á prenti og á netinu vilji blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjónarmiða og skoðanaskipta. Það vilji ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýðilegri virðingu og tillitssemi.

Leiðarinn fer hér á eftir:

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra skrifaði athyglisverðan pistil á bloggið sitt um helgina. Ráðherrann færir þar rök fyrir því að undanfarið hafi siðgildi í íslenzku samfélagi breytzt. „Þau birtast til dæmis með skýrum hætti í vaxandi umburðarlyndi fyrir ofbeldi í orði og verki,“ skrifar Össur. Hann segir að mótmælendur grípi í vaxandi mæli til ofbeldis og æ fleiri hvetji líka til ofbeldis.

„Annað dæmi um breytt siðgildi er orðbragðið sem á örskömmum tíma er orðið alsiða á netinu. Fyrir kemur að langar runur af athugasemdum við greinar á víðlesnum miðlum séu að töluverðum hluta formælingar, bölv og ragn, og stöku sinnum krydda nafnlausir skrifarar með lítt dulbúnum hótunum í garð viðkomandi höfundar,“ skrifar Össur. „Fínu miðlarnir tala stundum um DV einsog sorasnepil. Orðbragðið í DV þegar það gerist verst er þó einsog kristnifræðitexti miðað við þá notkun íslenskunnar sem Morgunblaðið veitir skjól á heimasíðum sem það hýsir á vefsvæði sínu.“

Iðnaðarráðherrann, sem lætur sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna þegar að orðbragði á netinu kemur, hefur því miður margt til síns máls.

Morgunblaðið hefur áratugum saman verið opinn umræðuvettvangur, þar sem lesendur hafa átt greiðan aðgang að síðum blaðsins að segja álit sitt á efni þess eða tjá skoðanir sínar á þjóðmálum. Vefur blaðsins, mbl.is, varð á skömmum tíma vinsælasti vefur landsins og Morgunblaðið hefur viljað skapa einnig þar opinn umræðuvettvang. Það hefur gerzt með blogginu, þar sem oft fer fram lífleg umræða um fréttir og þjóðfélagsmál, sem stór hópur tekur þátt í; miklu stærri en gæti komizt að á hinu takmarkaða plássi í prentútgáfu Morgunblaðsins.

Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað.

Ritstjórn Morgunblaðsins er iðulega sökuð um ritskoðun þegar hún tekur ákvarðanir af þessu tagi. Hér er hins vegar um að ræða viðleitni til þess að halda umræðum á siðuðum nótum og innan ramma laganna.

Í skilmálum, sem bloggarar á mbl.is samþykkja þegar þeir skrá bloggið sitt, kemur fram að þeir beri sjálfir ábyrgð á efninu á síðum sínum. Engu að síður áskilur Morgunblaðið sér rétt til að grípa inn í og loka bloggi eða loka fyrir athugasemdir um fréttir vefjarins, í þágu áðurnefndra sjónarmiða.

Eitt dæmi af þessu tagi kom upp um helgina, þar sem lokað var fyrir blogg um tvær fréttir um menn, sem höfðu í frammi ógnanir við mótmælendur á Austurvelli. Athugasemdirnar sem skrifaðar voru við fréttirnar voru að meginuppistöðu í anda lýsinga iðnaðarráðherrans; formælingar, bölv, ragn og hótanir. Eins og oft áður þegar fréttir virðast vekja slík viðbrögð, var lokað fyrir athugasemdir um fréttirnar.

Einhverjir lásu það út úr þeirri ákvörðun að verið væri að bera blak af mönnunum, sem um ræddi eða taka einhverja afstöðu með þeim og framkomu þeirra. Það er fjarri sanni.

Meðal annars vegna þeirrar breytingar í umræðuháttum, sem Össur Skarphéðinsson vekur athygli á, hefur Morgunblaðið að undanförnu þrengt að þeim, sem ekki vilja koma fram undir nafni á blog.is. Blaðið leyfir t.d. ekki lengur að bloggað sé um fréttir á vefnum nema viðkomandi komi fram undir fullu nafni, eins og það er skráð í þjóðskrá. Morgunblaðið hefur ekki áhuga á að verða vettvangur fyrir skammir, svívirðingar og hótanir fólks sem ekki þorir að koma fram undir réttu nafni.

Blaðið hefur líka gripið til aðgerða gegn þeim, sem villa á sér heimildir á netinu. Um áramótin stal einhver óprúttinn bloggari nafni og kennitölu manns í þeim tilgangi að koma á framfæri alls konar svívirðingum, klámi og fleiru slíku í athugasemdum og bloggpistlum í hans nafni. Morgunblaðið hefur falið lögfræðingi sínum að fara fram á lögreglurannsókn á þessu athæfi.

Svipað mál, sem sneri að prentútgáfu blaðsins, kom upp fyrir nokkrum árum. Þá sendi maður inn greinar til blaðsins undir nafni annars manns, sem var illa brugðið þegar hann sá greinar í sínu nafni í blaðinu. Þetta kærði Morgunblaðið til lögreglunnar. Þegar rannsókn hennar beindist að hinum rétta höfundi, kom hann til blaðsins og óskaði eftir að birta í blaðinu yfirlýsingu, þar sem hann gekkst við því að vera höfundur greinanna og baðst afsökunar.

Það er ekki alveg einfalt mál að starfrækja opinn umræðuvettvang á netinu og tryggja um leið að þar sé velsæmis gætt í skrifum. Lítill hópur bloggara, sem fer iðulega yfir strikið, getur komið óorði á hinar frjálsu umræður.

Afstaða Morgunblaðsins í þessu efni er skýr. Bæði á prenti og á netinu vill blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjónarmiða og skoðanaskipta. En það vill ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýðilegri virðingu og tillitssemi.

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Bækurnar að vestan í afmælisgjafir!
Hornstrandabækurnar allar 5 í pakka 7,500 Hjólabækurnar allar 5 í pakka 7,500 ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...