Umræðuhættir á netinu

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um umræður á netinu. Þar segir m.a. að afstaða Morgunblaðsins í því efni sé skýr. Bæði á prenti og á netinu vilji blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjónarmiða og skoðanaskipta. Það vilji ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýðilegri virðingu og tillitssemi.

Leiðarinn fer hér á eftir:

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra skrifaði athyglisverðan pistil á bloggið sitt um helgina. Ráðherrann færir þar rök fyrir því að undanfarið hafi siðgildi í íslenzku samfélagi breytzt. „Þau birtast til dæmis með skýrum hætti í vaxandi umburðarlyndi fyrir ofbeldi í orði og verki,“ skrifar Össur. Hann segir að mótmælendur grípi í vaxandi mæli til ofbeldis og æ fleiri hvetji líka til ofbeldis.

„Annað dæmi um breytt siðgildi er orðbragðið sem á örskömmum tíma er orðið alsiða á netinu. Fyrir kemur að langar runur af athugasemdum við greinar á víðlesnum miðlum séu að töluverðum hluta formælingar, bölv og ragn, og stöku sinnum krydda nafnlausir skrifarar með lítt dulbúnum hótunum í garð viðkomandi höfundar,“ skrifar Össur. „Fínu miðlarnir tala stundum um DV einsog sorasnepil. Orðbragðið í DV þegar það gerist verst er þó einsog kristnifræðitexti miðað við þá notkun íslenskunnar sem Morgunblaðið veitir skjól á heimasíðum sem það hýsir á vefsvæði sínu.“

Iðnaðarráðherrann, sem lætur sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna þegar að orðbragði á netinu kemur, hefur því miður margt til síns máls.

Morgunblaðið hefur áratugum saman verið opinn umræðuvettvangur, þar sem lesendur hafa átt greiðan aðgang að síðum blaðsins að segja álit sitt á efni þess eða tjá skoðanir sínar á þjóðmálum. Vefur blaðsins, mbl.is, varð á skömmum tíma vinsælasti vefur landsins og Morgunblaðið hefur viljað skapa einnig þar opinn umræðuvettvang. Það hefur gerzt með blogginu, þar sem oft fer fram lífleg umræða um fréttir og þjóðfélagsmál, sem stór hópur tekur þátt í; miklu stærri en gæti komizt að á hinu takmarkaða plássi í prentútgáfu Morgunblaðsins.

Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað.

Ritstjórn Morgunblaðsins er iðulega sökuð um ritskoðun þegar hún tekur ákvarðanir af þessu tagi. Hér er hins vegar um að ræða viðleitni til þess að halda umræðum á siðuðum nótum og innan ramma laganna.

Í skilmálum, sem bloggarar á mbl.is samþykkja þegar þeir skrá bloggið sitt, kemur fram að þeir beri sjálfir ábyrgð á efninu á síðum sínum. Engu að síður áskilur Morgunblaðið sér rétt til að grípa inn í og loka bloggi eða loka fyrir athugasemdir um fréttir vefjarins, í þágu áðurnefndra sjónarmiða.

Eitt dæmi af þessu tagi kom upp um helgina, þar sem lokað var fyrir blogg um tvær fréttir um menn, sem höfðu í frammi ógnanir við mótmælendur á Austurvelli. Athugasemdirnar sem skrifaðar voru við fréttirnar voru að meginuppistöðu í anda lýsinga iðnaðarráðherrans; formælingar, bölv, ragn og hótanir. Eins og oft áður þegar fréttir virðast vekja slík viðbrögð, var lokað fyrir athugasemdir um fréttirnar.

Einhverjir lásu það út úr þeirri ákvörðun að verið væri að bera blak af mönnunum, sem um ræddi eða taka einhverja afstöðu með þeim og framkomu þeirra. Það er fjarri sanni.

Meðal annars vegna þeirrar breytingar í umræðuháttum, sem Össur Skarphéðinsson vekur athygli á, hefur Morgunblaðið að undanförnu þrengt að þeim, sem ekki vilja koma fram undir nafni á blog.is. Blaðið leyfir t.d. ekki lengur að bloggað sé um fréttir á vefnum nema viðkomandi komi fram undir fullu nafni, eins og það er skráð í þjóðskrá. Morgunblaðið hefur ekki áhuga á að verða vettvangur fyrir skammir, svívirðingar og hótanir fólks sem ekki þorir að koma fram undir réttu nafni.

Blaðið hefur líka gripið til aðgerða gegn þeim, sem villa á sér heimildir á netinu. Um áramótin stal einhver óprúttinn bloggari nafni og kennitölu manns í þeim tilgangi að koma á framfæri alls konar svívirðingum, klámi og fleiru slíku í athugasemdum og bloggpistlum í hans nafni. Morgunblaðið hefur falið lögfræðingi sínum að fara fram á lögreglurannsókn á þessu athæfi.

Svipað mál, sem sneri að prentútgáfu blaðsins, kom upp fyrir nokkrum árum. Þá sendi maður inn greinar til blaðsins undir nafni annars manns, sem var illa brugðið þegar hann sá greinar í sínu nafni í blaðinu. Þetta kærði Morgunblaðið til lögreglunnar. Þegar rannsókn hennar beindist að hinum rétta höfundi, kom hann til blaðsins og óskaði eftir að birta í blaðinu yfirlýsingu, þar sem hann gekkst við því að vera höfundur greinanna og baðst afsökunar.

Það er ekki alveg einfalt mál að starfrækja opinn umræðuvettvang á netinu og tryggja um leið að þar sé velsæmis gætt í skrifum. Lítill hópur bloggara, sem fer iðulega yfir strikið, getur komið óorði á hinar frjálsu umræður.

Afstaða Morgunblaðsins í þessu efni er skýr. Bæði á prenti og á netinu vill blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjónarmiða og skoðanaskipta. En það vill ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýðilegri virðingu og tillitssemi.

Innlent »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skaflinn lifði af sumarið

07:37 Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

07:47 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgarráði. Meira »

Tóku upp atriði í Hvalfjarðargöngunum

07:24 Mótorhjólaatriði í stuttmynd með nýju lagi bandaríska tónlistarmannsins Elliot Moss var tekið upp í Hvalfjarðargöngum í nótt. Kvikmyndagerðarmenn nýttu sér tækifærið þegar göngin voru lokuð vegna viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjólaferð sem endaði miður vel. Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...