Umræðuhættir á netinu

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um umræður á netinu. Þar segir m.a. að afstaða Morgunblaðsins í því efni sé skýr. Bæði á prenti og á netinu vilji blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjónarmiða og skoðanaskipta. Það vilji ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýðilegri virðingu og tillitssemi.

Leiðarinn fer hér á eftir:

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra skrifaði athyglisverðan pistil á bloggið sitt um helgina. Ráðherrann færir þar rök fyrir því að undanfarið hafi siðgildi í íslenzku samfélagi breytzt. „Þau birtast til dæmis með skýrum hætti í vaxandi umburðarlyndi fyrir ofbeldi í orði og verki,“ skrifar Össur. Hann segir að mótmælendur grípi í vaxandi mæli til ofbeldis og æ fleiri hvetji líka til ofbeldis.

„Annað dæmi um breytt siðgildi er orðbragðið sem á örskömmum tíma er orðið alsiða á netinu. Fyrir kemur að langar runur af athugasemdum við greinar á víðlesnum miðlum séu að töluverðum hluta formælingar, bölv og ragn, og stöku sinnum krydda nafnlausir skrifarar með lítt dulbúnum hótunum í garð viðkomandi höfundar,“ skrifar Össur. „Fínu miðlarnir tala stundum um DV einsog sorasnepil. Orðbragðið í DV þegar það gerist verst er þó einsog kristnifræðitexti miðað við þá notkun íslenskunnar sem Morgunblaðið veitir skjól á heimasíðum sem það hýsir á vefsvæði sínu.“

Iðnaðarráðherrann, sem lætur sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna þegar að orðbragði á netinu kemur, hefur því miður margt til síns máls.

Morgunblaðið hefur áratugum saman verið opinn umræðuvettvangur, þar sem lesendur hafa átt greiðan aðgang að síðum blaðsins að segja álit sitt á efni þess eða tjá skoðanir sínar á þjóðmálum. Vefur blaðsins, mbl.is, varð á skömmum tíma vinsælasti vefur landsins og Morgunblaðið hefur viljað skapa einnig þar opinn umræðuvettvang. Það hefur gerzt með blogginu, þar sem oft fer fram lífleg umræða um fréttir og þjóðfélagsmál, sem stór hópur tekur þátt í; miklu stærri en gæti komizt að á hinu takmarkaða plássi í prentútgáfu Morgunblaðsins.

Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað.

Ritstjórn Morgunblaðsins er iðulega sökuð um ritskoðun þegar hún tekur ákvarðanir af þessu tagi. Hér er hins vegar um að ræða viðleitni til þess að halda umræðum á siðuðum nótum og innan ramma laganna.

Í skilmálum, sem bloggarar á mbl.is samþykkja þegar þeir skrá bloggið sitt, kemur fram að þeir beri sjálfir ábyrgð á efninu á síðum sínum. Engu að síður áskilur Morgunblaðið sér rétt til að grípa inn í og loka bloggi eða loka fyrir athugasemdir um fréttir vefjarins, í þágu áðurnefndra sjónarmiða.

Eitt dæmi af þessu tagi kom upp um helgina, þar sem lokað var fyrir blogg um tvær fréttir um menn, sem höfðu í frammi ógnanir við mótmælendur á Austurvelli. Athugasemdirnar sem skrifaðar voru við fréttirnar voru að meginuppistöðu í anda lýsinga iðnaðarráðherrans; formælingar, bölv, ragn og hótanir. Eins og oft áður þegar fréttir virðast vekja slík viðbrögð, var lokað fyrir athugasemdir um fréttirnar.

Einhverjir lásu það út úr þeirri ákvörðun að verið væri að bera blak af mönnunum, sem um ræddi eða taka einhverja afstöðu með þeim og framkomu þeirra. Það er fjarri sanni.

Meðal annars vegna þeirrar breytingar í umræðuháttum, sem Össur Skarphéðinsson vekur athygli á, hefur Morgunblaðið að undanförnu þrengt að þeim, sem ekki vilja koma fram undir nafni á blog.is. Blaðið leyfir t.d. ekki lengur að bloggað sé um fréttir á vefnum nema viðkomandi komi fram undir fullu nafni, eins og það er skráð í þjóðskrá. Morgunblaðið hefur ekki áhuga á að verða vettvangur fyrir skammir, svívirðingar og hótanir fólks sem ekki þorir að koma fram undir réttu nafni.

Blaðið hefur líka gripið til aðgerða gegn þeim, sem villa á sér heimildir á netinu. Um áramótin stal einhver óprúttinn bloggari nafni og kennitölu manns í þeim tilgangi að koma á framfæri alls konar svívirðingum, klámi og fleiru slíku í athugasemdum og bloggpistlum í hans nafni. Morgunblaðið hefur falið lögfræðingi sínum að fara fram á lögreglurannsókn á þessu athæfi.

Svipað mál, sem sneri að prentútgáfu blaðsins, kom upp fyrir nokkrum árum. Þá sendi maður inn greinar til blaðsins undir nafni annars manns, sem var illa brugðið þegar hann sá greinar í sínu nafni í blaðinu. Þetta kærði Morgunblaðið til lögreglunnar. Þegar rannsókn hennar beindist að hinum rétta höfundi, kom hann til blaðsins og óskaði eftir að birta í blaðinu yfirlýsingu, þar sem hann gekkst við því að vera höfundur greinanna og baðst afsökunar.

Það er ekki alveg einfalt mál að starfrækja opinn umræðuvettvang á netinu og tryggja um leið að þar sé velsæmis gætt í skrifum. Lítill hópur bloggara, sem fer iðulega yfir strikið, getur komið óorði á hinar frjálsu umræður.

Afstaða Morgunblaðsins í þessu efni er skýr. Bæði á prenti og á netinu vill blaðið vera farvegur fjölbreyttra sjónarmiða og skoðanaskipta. En það vill ekki verða skólpræsi fyrir þá, sem geta ekki komið fram við náungann af tilhlýðilegri virðingu og tillitssemi.

Innlent »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...