Slökkvilið kallað að Laugavegi 4-6

mbl.is/Ómar

Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað að Laugavegi 4 - 6 fyrir stundu en tilkynning barst um reyk eða reykjarlykt í húsunum. Slökkvilið leitaði af sér allan grun og fann hvorki eld né reyk.

Húsin við Laugaveg 4-6 eru í eigu Reykjavíkurborgar og þykja af mörgum merkileg. Húsin búa yfir mikilli sögu þar sem þau marka upphaf götunnar sem svo aftur markar upphaf borgarmyndunar í Reykjavík.

Hart var deilt um framtíð húsanna í borgarstjórn og endaði með því að Reykjavíkurborg keypti húsin í byrjun árs 2008 fyrir 580 milljónir króna. Til stendur að endurgera húsin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert