Fundi lokið í sátt og samlyndi

Fullt var út úr dyrum á fundinum.
Fullt var út úr dyrum á fundinum. Morgunblaðið/Júlíus

Opnum borgarafundi sem fram fór í Iðnó í kvöld er lokið. Skiptust menn á ólíkum skoðunum en fór hann engu að síður vel fram. Fundinum lauk með lófataki gesta fyrir framsögumönnum og öðrum í pallborði.

Frummælendur voru Hörður Torfason tónlistarmaður, Eva Hauksdóttir aðgerðarsinni, grímuklæddur einstaklingur og Stefán Eiríksson lögreglustjóri. Auk þeirra tóku Katrín Oddsdóttir laganemi, Sigurlaug Ragnarsdóttir fyrir hönd Nýrra tíma og Þórhallur Heimisson prestur þátt í pallborðsumræðum.

Margir fundargesta voru grímuklæddir og var nokkur hiti í umræðum á köflum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert